Höfðingleg myndagjöf

Góðvinur Fríkirkjunnar og Hafnfirðingur, Ásmundur Stefánsson, hefur um árabil safnað gömlum myndum af byggðinni í Hafnarfirði.  Þær eru frá ýmsum tímum, sú elsta frá því fyrir aldamótin 1900 og nýjasta frá því um 1980.  Ásmundur hefur rammað inn myndirnar sem eru yfir 20  af natni og alúð. Meiningin er að hengja þær allar upp til frambúðar hér í safnaðarheimilinnu og verða þannig aðgengilegar [Lesa meira...]

Fríkirkjan á Sólvangi

Fríkirkjusöfnuðurinn og Sólvangur eiga í góðu samstarfi og þrisvar til fjórum sinnum á ári er messað á Sólvangi og altaf á aðventunni.  Sl. sunnudag 23. október var slík stund á Sólvangi.  Var meðfylgjandi mynd tekin af því tilefni. Einar Eyjólfsson predikaði og fjallaði um sálmaskáldið góða Matthías Jochumsson og boðskap hans.  Kirkjukórinn var fjölmennur og þriggja mann Fríkirkjubandið lék [Lesa meira...]

Hljómsveitin Eva á kvöldvöku 16. október

Kl. 11 er sunnudagskólinn með sínum söng og ánægju ! Við eigum síðan von á góðum gestum á kvöldvöku kl. 20 á sunnudag. Hljómsveitin Eva ætlar að flytja texta, en það verður líka sungið. Hljómsveitin Eva er popphljómsveit sem spilar kántrískotið femínískt pönk með þýðum og þjóðlegum undirtón.Hljómsveitin samanstendur af tónlistarkonunum og sviðshöfundunum Sigríði Eir Zophoníasardóttur og [Lesa meira...]

Vel mætt í kaffisölu Kvenfélagsins

Kaffisala kvenfélagsinsins  9. október sl. gekk mjög vel og þátttaka góð að venju.  Á undan var messa þar sem barnakórar Fríkirkjunnar gegndu stóru hlutverki. Kaffisalan hefur verið árviss á haustin í áratugi og mikilvægur þáttur í fjáröflun Kvenfélagsins.  Starf þess er í miklum blóma og mikill styrkur fyrir söfnuðinn af farsælum störfum Kvenfélags Fríkirkjunnar.     [Lesa meira...]

Bræðrafélag Fríkirkjunnar lakkaði gólf kirkjunnar

Okkur er annt um kirkjuna okkar og Bræðrafélagið bendir reglulega á sitthvað sem þarfnast lagfæringar.  Fyrir skemmstu tóku félagsmenn sig til og endurlökkuðu stóran hluta af kirkjugólfinu eftir kúnstarinnar reglum. Það var geert á milli athafna ef svo má segja.  Skrúfa þurfti upp megnið af kirkjubekkjunum og forfæra þá til á milli umferða í lökkunarvinnunni.  Allt hafðist þetta áður en börn á [Lesa meira...]