Fréttir

Fréttir2021-10-10T17:43:25+00:00

Streymi úr Fríkirkjunni

Úr Fríkirkjunni berast sífellt tónar og falleg orð í streymi all sunnudaga til jóla. Hér eru tenglar: Þann 6. desember, aðventujóladagatal (11 mín): https://fb.watch/2dLgwgjjh4/ 6. desember: Aðventustund (22 mín.) https://www.facebook.com/100009018748693/videos/2725102387800359/ Njótið og meira næst sunnudag á facebook Fríkirkjunnar - endilega fylgist með!

7. desember 2020|

8. nóvember: Heimsókn heim í stofu

Kæru vinir, við höldum áfram að heimsækja ykkur heim í stofu í gegnum streymi á meðan við getum ekki tekið á móti ykkur í fallegu kirkjunni okkar. Sunnudaginn 8. Nóvember verður sunnudagaskólastund verður kl. 11. Klukkan 14 er síðan sunnudagssamvera , þar sem sr. Einar Eyjólfsson flytur hugleiðingu. Erna Blöndal ...

7. nóvember 2020|

Fjársöfnun – greiðslur í heimabanka

Við leitum nú á ný til safnaðarins,  með stuðning upp á  2.100 kr.    Þessar greiðslur í heimabanka eru valfrjálsar með öllu. Við í  Fríkirkjunni myndum söfnuðinn, veljum að tilheyra honum af fúsum og frjálsum vilja. Þess vegna er gríðarmikilvægt að finna þann velvilja safnaðarfólks til að létta undir með ...

27. október 2020|

Stappað í stálinu – helgistund í streymi

25. október: Ný helgistund á netinu með Einari Eyjólfssyni, Sigurvin Lárusi og Millu Vilmundardóttur. Lágstemmd og falleg tónlist með Ernu, Erni, Sigríði Ellen og Kristjönu Margréti. https://vimeo.com/471609701

25. október 2020|

Kæra safnaðarfólk og velunnarar !

Nú hafa samkomutakmarkanir verið framlengdar amk fram til 3. nóvember nk., og eins og staðan er í dag er ómögulegt að segja til um hvenær við getum hafið hefðbundið safnaðarstarf aftur. Á þessum skrítnu tímum, nýtum við tæknina til þess að færa ykkur bæði gleði og hlýju í formi streymis ...

19. október 2020|

6. okt: Fermingarfræðsla fellur niður og í næstu viku.

Kæru fermingarfjölskyldur. Í ljósi ástandsins ætlum við að aflýsa fermingarfræðslu næstu tvær vikur (6.10 & 13.10). Við vonumst til að sjá ykkur eftir 2 vikur. Kær kveðja, Einar, Sigurvin og Margrét Lilja.

6. október 2020|

Ekki sunnudagaskóli á morgun 4. okt. !!

Elsku Krílakóra- og Sunnudagaskólafólk.Þegar um er að ræða mannslíf, verður skynsemin að ráða för. Við höfum því ákveðið að starfa nú þegar eftir þeim ramma sem tekur gildi eftir helgi að halda ekki samkomur sem telja fleiri en 20 manns. Okkar blómlegi sunnudagaskóli verður því að bíða átekta þar til ...

3. október 2020|

4. okt. Útvarpsmessa og sunnudagaskóli

Sl. miðvikudag var kekin upp útvarpsmessa í Fríkirkjunni og verður hún á dagskrá á sunnudaginn 4. október kl. 11. Við lofum ykkur fallegri og notalegri stund. En á sama tíma verður líka sunnudagskóli í kirkjunni. Kl. 10:30 fyrir yngri börnin (krílakóra) og 11:30 fyrir þau eldri. Förum varlega Spritt og ...

2. október 2020|

Vegna COVID er ferð fermingarbarna á Úlfljótsvatn frestað

Kæru foreldrar Til stóð að fermingarbarnið ykkar færi í fermingarferðalag á Úlfljótsvatn um næstu helgi (25.-27. september).  Í ljósi þeirrar stöðu sem er í þjófélaginu með útbreiddu COVID smitum, þá sjáum við okkur ekki annað fært en að fresta ferðinni fram til helgarinnar 19.-21. febrúar 2021. Við vitum að ungmennin ...

22. september 2020|
Go to Top