Aðalfundur Fríkirkjusafnaðarins 24. maí kl. 20
Aðalfundur Fríkirkjusafnaðarins í Hafnarfirði fimmtudaginn 24. maí 2018 kl. 20:00 í safnaðarheimilinu Linnetssíg 4-6. Dagskrá: Fundarsetning – kjör fundarstjóra og ritara. Fundargerð síðasta aðalfundar. Skýrsla um starfsemina. Skýrsla stjórnar. Ársreikningur 2018. Safnaðarstarf síðasta árs. Starf Kvenfélags Fríkirkjunnar. Starf Bræðrafélagsins. Starfsemi Kirkjukórsins Kosningar Önnur mál Öll skráð safnaðarbörn ...
Fermingar á sjómannadaginn 4. júní- æfingar
Þau sem fermast á Sjómannadaginn 3. júní hafið eftirfaarandi í huga, Æfingar verða fimmtudaginn 31. maí kl. 17:30 og æfing á sama tíma daginn eftir, 1. júní ásamt foreldrum.
Kynningarfundur með fermingarbörnum næsta árs og foreldrum þeirra nánudaginn 14. maí kl. 18
Mánudaginn kl. 18 í kirkjunni. Skráning á staðnum í fermingarstarfið. Nýtt safnaðarfólk velkomið !
Glæsileg og fjölmenn vorhátíð Fríkirkjunnar
Um 250 - 300 manns mættu í Hellisgerði á Vorhátíð Fríkirkjunnar í dag, þrátt fyrir kalsaveður. Lúðrasveit Hafnarfjarðar leiddi skrúðgöngu frá safnaðarheimilinu niður Strandgötu og þaðan í Hellisgerði. Tónlist, skemmtun og gleði. Heitar pylsur runnu vel af grillinu í gesti. Fáum var kalt og engum meint af, enda fólkið sjálft ...
Allir í Hellisgerði á sunnudaginn
Vorhátíðin 6. maí kl. 11
Foreldramorgnar á miðvikudagsmorgnum
Foreldrar og jafnvel afar og ömmur hafa komið saman í safnaðarheimilinu á miðvikudagsmorgnum kl. 10 í vetur. Og að sjálfsögðu einnig litlu krílin. Í morgun var Pálínuboð með veitingum og mikil stemming. Það er hún Erna Blöndal sem stýrir og alltaf er sungið. Myndir frá í morgun eru hér. Foreldramorgnar ...
Fríkirkjan úr lofti
Valur Helgason tók margar myndir af kirkjunni með dróna. Skemmtilegt sjónarhorn Fleiri myndir á þessari slóð hér.
29. apríl – sunnudagaskóli
Sunnudagaskóli sunnudaginn 29. apríl kl. 11:00? Ragga og Erna taka vel á móti ykkur ásamt Fríkirkjubandinu. Þetta er síðasti sunnudagaskólinn en næsta sunnudag þann 6. maí kl. 11:00 verður vorhátíðin okkar og lokasunnudagaskólagleðin í Hellisgerði????
22. apríl: Sunnudagaskóli kl. 11
Sunnudagaskólinn á 22. apríl kl. 11 eins og venjulega. Fríkirkjubandið spilar og Edda stjórnar . Alltaf allir velkomnir börn á öllum aldri, líka fullorðnir, og ömmur og afar !
50 börn fermdust í Fríkirkjunni í sumardaginn fyrsta
Vel heppnaður dagur og mikil gleði skein úr andlitum fermingarbarna og fjölskyldum þeirra. Mikil og löng hefð fyrir fermingum þennan dag í Fríkirkjunni, enda er hann eftirsóttur. Sérstaklega hjá gamalgrónum Hafnfirskum fjölskyldum. Athafnirnar voru þrjár, kl. 10, 12 og 14. Á myndinni má sjá hópinn sem gekk frá kirkju yfir ...
