Sungið á Bessastöðum. Erna og Örn við veitingu bókmenntaverðlauna
Þau Erna og Örn urðu þessu heiðurs aðnjótandi að spila og syngja við afhendingu Íslensku Bókmenntaverðlaunanna á Bessastöðum 30. janúar. Lögin voru: Mater, frumflutt lag Ernu við texta Auðar Övu Ólafsdóttur skálds. Vikivaki eftir Jóhannes úr Kötlum við lag Valgeirs Guðjónssonar. Það fallega lag hefur Erna sungið í Fríkirkjunni. Dagskráin ...
Fermingarfræðslan þriðjudaginn 30. janúar
Þar sem fermingarfræðslan féll niður í síðustu viku viljum við minna á að það eru hópar A og B sem eiga að mæta 30. janúar
Sænskir þverflautuleikarar heimsóttu sunnudagaskólann
Sl. miðvikudag hélt Sænsk-Íslenskur flautukvartet tónleika í Fríkirkjunni. Þær stöllur bættu um betur með fjórum til viðbótar og þökkuðu fyirr sig með heimsókn í sunnudagaskólann. Alveg hreint frábær samhljómur 8 þverflautuleikara og sannarlega óvænt og vel þegin stund í sunndagaskólanum !! Sænsk-íslenskur flautukvartettinn er frá Hvitfeldtska gymnasiet í Gautaborg. ...
Sunnudagur 28. janúar – Kvöldvaka og sunnudagaskóli
Sunnudaginn 28. janúar: Sunnudagskólinn kl. 11. Kl. 20 er kvöldvaka. Inga Harðardóttir guðfræðingur, sem leyst hefur af í Fríkirkjunni að undanförnu stýrir stundinni og ræðir um bænina frá ýmsum áttum. Kór og hljómsveit kirkjunnar flytur fjölbreytta tónlist við hæfi.
Þjónusta presta Fríkirkjunnar á næstunni
Þar sem báðir prestar kirkjunnar verða fjarverandi næstu daga mun sr. Sigfinnur Þorleifsson veita alla prestsþjónustu. Sími 898 8478. Sr. Einar kemur til starfa föstudaginn 26. janúar en Sr. Sigríður Kristín verður lengur í leyfi.
21. janúar – Sunnudagaskóli kl. 11
Komandi sunnudag verður sunnudagaskóli kl. 11. Þær Erna og Ragga halda úti metnarfullri og gefanda dagskrá ásamt Fríkirkjubandinu. Allir velkomnir að vanda !
14. janúar. Sunnudagaskóli kl. 11 og messa kl. 13.
Sunnudaginn 14. janúar verður sunnudagaskólinn að venju kl. 11:00. Skemmtilegt, fjörugt og fræðandi barnastarf sem hentar allri fjölskyldunni. Munið eftir að bjóða afa og ömmu með! Fríkirkjubandið leiðir tónlist og söng og Edda, Erna og Ragnheiður taka hressilega undir ásamt brúðunum Rebba og Sollu og öðrum vinum þeirra. Kl. 13:00 ...
Sunnudagaskólinn hefst að nýju 7. janúar
Sunnudagaskólinn að venju í kirkjunni kl. 11:00 alla sunnudagsmorgna. Fjörugt, fræðandi og skemmtilegt starf fyrir alla fjölskylduna! Fríkirkjubandið, Örn á gítar, Guðmundur á bassa og Skarphéðinn á flygilinn halda uppi gleðinni ásamt Eddu og Ernu. Rebbi og Solla koma í heimsókn og gleðja okkur á sinn einstaka hátt eins og ...
Guðsþjónustur á gamlársdag
Á gamlársdagur, 31. desember verður messað að vanda á Hrafnistu kl. 16, Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir Aftansöngur kl. 18 í Fríkirkjunni sr. Einar Eyjólfsson messar. Orgelleikur og kór kirkjunnar. Mögulega tónlistaratriði og leynigestur.
Helgihald í Fríkirkjunni yfir jól og áramót
Helgihald Fríkirkjunnar í Hafnarfirði um jól og áramót er eftirfarandi: Aðfangadagur, 24. desember: Aftansöngur kl. 18. Einar Eyjólfsson messar. Orgelleikur og kór kirkjunnar. Allt í föstum skorðum. Jólsöngvar á jólanótt kl. 23:30. Söngkvartett kemur og syngur. Hann skipa: Kirstín Erna Blöndal Auður Guðjohnsen Örn Arnarson Hafsteinn Þórólfsson Jóladagur, 25. desember: ...
