Sunnudagaskólafjör 20. febrúar kl. 11
Það eru vetrarfrísdagar þessa dagana en það verður EKKERT gefið eftir í Sunnudagaskólafjörinu á sunnudaginn kl. 11:00. Edda, Einar og Fríkirkjubandið hlakka mikið til að eiga skemmtilega stund með ykkur.
Sunnudagurinn 6. febrúar Sunnudagaskóli og kvöldvaka
Við fögnum því frelsi að geta komið til kirkju og glaðst saman. Sunnudaginn 6. febrúar verður Sunnudagaskóli kl. 11:00. Um kvöldið, kl. 20:00 verður kvöldvaka, þar sem kór og hljómsveit kirkjunnar fá að koma fram eftir langt hlé. Við notum að sjálfsögðu grímur og gætum vel að sóttvörnum.
Skráning fyrir fermingar árið 2023
Góðu vinir, við höfum nú opnað fyrir skráningar í fermingarfræðslu fermingarungmenna ársins 2023. Skráning fer fram hér eða undir dálknum fermingarstarf á forsíðu heimasíðu kirkjunnar. Fermingardagar ársins 2023: 1. apríl 2023 - laugardagur 2. apríl 2023 - pálmasunnudagur 6. apríl 2023 - skírdagur 20. apríl 2023 - sumardagurinn fyrsti 6. maí 2023 - laugardagur 4. ...
Starfsemi Fríkirkjunnar tekur mið af sóttvarnar takmörkunum
Góðu vinir, Næstu vikur verður óhefðbundið starf í kirkjunni okkar á meðan núverandi takmarkanir eru í gildi. Því miður verður ekki hægt að bjóða upp á messur, helgihald og annað safnaðarstarf í kirkjunni en við munum vera skapandi og streymandi á facebooksíðu kirkjunnar. Við hvetjum ykkur öll til að kíkja þar inn reglulega. Fríkirkjan í ...
Sumarmessur í Garðakirkju
Sumarmessurnar í Garðakirkju verða kl. 11:00 alla sunnudaga í júní, júlí og ágúst.
Sumarmessurnar eru samstarfsverkefni kirknanna á Álftanesi, í Garðabæ og Hafnarfirði. Sóknirnar eru: Ástjarnarsókn, Bessastaðasókn, Garðasókn, Hafnarfjarðarsókn, Víðistaðasókn og Fríkirkjan í Hafnarfirði. Messuhaldið skiptist á milli presta, tónlistar- og starfsfólks kirknanna.
Safnaðarstarf hefst aftur
Mánudagar
16:30 Krílakór yngri
17:00 Krílakór eldri
Þriðjudagar
10:30 – 11:10 Krílasálmar
17:00 – 19:00 Fermingarstarf
Miðvikudagar
18:30 – 21:00 Fríkirkjukórinn æfing
Fimmtudagar
17:00 – 17:30 Litli kór
17:30 – 18:15 Barnakór Fríkirkjunnar
18:30 – 19:45 Syngjum saman – Tónlistin er hjartans mál – verið öll hjartanlega velkomin.
Fyrsta þriðjudag í mánuði: Kvenfélagið kl. 20:00
Annan þriðjudag í mánuði: Prjónagleði kl. 19:30
Samfélagsmiðlar
Opnunartími
Alla virka daga
Fríkirkjan í Hafnarfirði
Linnetsstíg 6
220 Hafnarfirði
Sími: 565 3430