• Hafnfirðingur ársins, Tryggvi Rafnsson, verður gestur á kvöldvöku

    24. febrúar 2022

    Sunnudagskvöldið 27. febrúar, kl. 20 verður kvöldvaka í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Viðfangsefni kvöldsins er andleg heilsa og sérstakur gestur verður Hafnfirðingur ársins 2021, Tryggvi Rafnsson leikari. Tryggvi hefur háð glímu við þunglyndi allt frá unglingsaldri og erfiðar lífsreynslur hafa fært honum stór verkefni, sem hafa verið bæði honum og hans nánustu erfið. Hann hefur deilt þessari reynslu opinskátt og saga hans á erindi til okkar allra. Margrét Lilja Vilmundardóttir mun leiða stundina. Fríkirkjukórinn og Fríkirkjubandið flytja tónlist undir stjórn Arnar Arnarsonar.

Forsíða2025-10-13T14:59:06+00:00

Skráning í Fríkirkjuna

Það er auðvelt að skrá sig í Fríkirkjuna í Hafnarfirði. Skráning fer fram í gegnum vefsíðu Þjóðskrár.

Sunnudagurinn 6. okt – Kaffisala Kvenfélagsins

Næsta sunnudag, 6. október verður sannkölluð Fríkirkjuhátíð ! Sunnudagaskólinn eins og venjulega kl.11. Fjölskylduhátíð verður í kirkjunni kl. 14 þar sem allir kórar kirkjunnar, barnakórar og kirkjukórinn, koma fram og syngja. Á eftir eða kl. 15 verður árleg kaffisala Kvenfélagsins í safnaðarheimilinu að lokinni góðri stund í kirkjunni.

1. október 2019|

22. september – sunnudagaskóli kl. 11

Sunnudagaskólinn á sínum stað kl. 11. Edda og hennar frábæra lið sér um dagskrána og Fríkirkjubandið um tónlistina. Allir velkomnir og munið að taka Kærleiksbókina með.

18. september 2019|

15. september – Sunnudagaskóli kl.11 og Kvöldvaka kl. 20

Á sunnudag verður þriðji sunnudagskóli vetrarins. Munið að taka með ykkur bækurnar og nýjar afhentar fyrir þá sem koma í fyrsta sinn. Sunnudagaskólinn fer af stað af krafti þetta haustið! Kvöldvaka kl. 20. Hugvekja um tiltekið efni, tónlist og upplifun ! Allir velkomnir og fermingarbörn og foreldrar þeirra sérstaklega hvött til að mæta.

13. september 2019|

Úlfljótsvatn síðasti hópur – 13. – 14. sept

Ferð á Úlfljótsvatn frá föstudegi til laugardags 13.-14. september. Fermingarbörn úr Hraunvallaskóla, Skarðshlíðarskóla og Setbergsskóla. Lagt verður af stað frá safnaðarheimilinu á föstudeginum kl. 15:30. Dvalið verður við leik og störf á Úlfljótsvatni eina nótt og komið til baka um kl. 14:30 á laugardeginum. Ef einhver kemst ekki með er nauðsynlegt að láta vita af ...

13. september 2019|




Helgihald 2025

19. október: Sunnudagaskóli kl. 11:00 og kvöldvaka kl. 20:00

26. október: Sunnudagaskóli kl. 11:00 með Eddu og Einar

2. nóvember: Sunnudagaskóli kl. 11:00 og Allra heilagra messa kl. 20:00

9. nóvember: Sunnudagaskóli kl. 11:00

16. nóvember: Sunnudagaskóli kl. 11:00 og kvöldmessa kl. 20:00

23. nóvember: Sunnudagaskóli kl. 11:00

30. nóvember: Sunnudagaskóli kl. 11:00 Samverustund á aðventu með fermingarfjölskyldum kl. 13:00-14:00 og 14:30-15:30

7. desember: Sunnudagaskóli kl. 11:00 og aðventukvöld kl. 20:00

14. desember: Jólaball sunnudagaskólans í Hellisgerði kl. 11:00

Safnaðarstarf hefst aftur

í september/október!



Mánudagar

16:30 Krílakór yngri
17:00 Krílakór eldri

Æfingar hefjast 6. október og fara fram á Reykjavíkurvegi 68 2. hæð.

Þriðjudagar

10:30 – 11:10 Krílasálmar fara fram í kirkjunni – Krílasálmar hefjast 9. september

16:30 – 18:30 Fermingarstarf

Miðvikudagar

18:30 – 21:00 Fríkirkjukórinn æfing

Fimmtudagar

Barnakór fyrir börn á sjötta ári og upp úr. Öll börn hjartanlega velkomin

kl. 17:00 – 17:45

Æfingar hefjast 25. september og munu fara fram á Reykjavíkurvegi 68 2. hæð

Fyrsta þriðjudag í mánuði:

Kvenfélagið kl. 20:00

Annan þriðjudag í mánuði:

Prjónagleði – Upplýsingar á facebooksíðunni Prjónagleði Fríkirkjunnar í Hafnarfirði 2025-2026

Samfélagsmiðlar

Opnunartími

Alla virka daga

Starfsfólk

Allar upplýsingar um netföng og símanúmer eru hér

Fríkirkjan í Hafnarfirði

Linnetsstíg 6
220 Hafnarfirði
Sími: 565 3430

Skráning í Fríkirkjuna í Hafnarfirði

Go to Top