• Jólaball sunnudagaskólans á Thorsplani kl. 11

    8. desember 2021

    Sunnudaginn 12. desember er loks komið að jólaballi sunnudagaskólans á Thorsplani, í miðju jólaþorpinu. Þar ætlum við að dansa í kringum jólatréð við undirleik Fríkirkjubandsins. Til að fylgja þeim reglum sem eru í gildi í sóttvörnum biðjum við alla foreldra að hafa eftirfarandi reglur í huga og undirbúa sig og fjölskyldur sínar samkvæmt þeim. Allir sem eru fæddir fyrir 2016 þurfa að sýna gilda niðurstöðu úr hraðprófi sem er ekki eldri en 48 tíma gamalt eða staðfestingu á smiti sem er á milli 14. og 180 daga gamalt (þ.e.a.s. frá 15. júní – 28. nóvember). Heimapróf eru ekki tekin gild. ...

Forsíða2025-06-18T11:31:58+00:00

Skráning í Fríkirkjuna

Það er auðvelt að skrá sig í Fríkirkjuna í Hafnarfirði. Skráning fer fram í gegnum vefsíðu Þjóðskrár.

Æfingar v/ferminga 5. maí – leiðrétting

Kæru foreldrar og fermingarbörn, rangar upplýsingar voru á miðanum sem börnin fengu varðandi æfingarnar. Fyrri æfingarnar verða þriðjudaginn 30. apríl ( ekki mánudag ), þau sem fermast kl. 11 mæta 17:30 og þau sem fermast kl. 13 mæta kl. 18. Biðjum velvirðingar á þessu.

29. apríl 2019|

Sunnudagaskóli 28. apríl kl. 12.

Sunnudaginn 28. apríl er sunnudagaskóli kl. 11:00.Við fáum við góða gesti í heimsókn, þeir eru leynigestir og Rebbi er dauðhræddur! Hverjir eru gestirnir? Af hverju er Rebbi að rífa í feldinn sinn af skelfingu? Meira um það á sunnudag, Edda og Ragga og Bjarmi og Guðmundur bassaleikari halda uppi gleðinni. Sjáumst!

26. apríl 2019|

Fríkirkjan með augum nemenda í Hvaleyrarskóla

Þemavika var í Hvaleyrarskóla vikunni fyrir páska. Hrönn Árnadóttir kennari sendi myndina: " Þetta líkan gerðu nemendur í 5. bekk í Hvaleyrarskóla af kirkjunni úr rusli (þemað var endurvinnsla) í þemaviku fyrir páskafrí ☺ " Við þökkum fyrir, en bendum jafnframt á að eitt núll vantar aftan við tölu um fjölda safnaðarbarna.

24. apríl 2019|

Fermingar 25. og sunnudagaskólinn 28.apríl

Fermingarathafnir í Fríkirkjunni á sumardaginn fyrsta, 25. apríl. Reyndar stærsti fermingardagurinn eins og oftast áður. Spáð sólríku og hlýju veðri. Athafnir verða: Kl. 10, Kl. 12 og Kl. 14. Sunnudagaskólinn fer síðan aftur af stað eftir páska nk. sunnudag 28.apríl kl. 11. Styttist í sumarhátíð sunnudagaskólans, en hún verður í Hellisgerði 12. maí kl. 11.

23. apríl 2019|




Helgihald

Sumarmessur í Garðakirkju

Sumarmessurnar í Garðakirkju verða kl. 11:00 alla sunnudaga í júní, júlí og ágúst.

Sumarmessurnar eru samstarfsverkefni kirknanna á Álftanesi, í Garðabæ og Hafnarfirði. Sóknirnar eru: Ástjarnarsókn, Bessastaðasókn, Garðasókn, Hafnarfjarðarsókn, Víðistaðasókn og Fríkirkjan í Hafnarfirði. Messuhaldið skiptist á milli presta, tónlistar- og starfsfólks kirknanna.

Safnaðarstarf hefst aftur

í byrjun september!


Mánudagar

16:30 Krílakór yngri
17:00 Krílakór eldri

Þriðjudagar

10:30 – 11:10 Krílasálmar

17:00 – 19:00 Fermingarstarf

Miðvikudagar

18:30 – 21:00 Fríkirkjukórinn æfing

Fimmtudagar

17:00 – 17:30 Litli kór

17:30 – 18:15 Barnakór Fríkirkjunnar

18:30 – 19:45 Syngjum saman – Tónlistin er hjartans mál – verið öll hjartanlega velkomin.

Fyrsta þriðjudag í mánuði: Kvenfélagið kl. 20:00
Annan þriðjudag í mánuði: Prjónagleði kl. 19:30

Samfélagsmiðlar

Opnunartími

Alla virka daga

Starfsfólk

Allar upplýsingar um netföng og símanúmer eru hér

Fríkirkjan í Hafnarfirði

Linnetsstíg 6
220 Hafnarfirði
Sími: 565 3430

Skráning í Fríkirkjuna í Hafnarfirði

Go to Top