• Allra heilagra messa 7. nóvember 2021

    3. nóvember 2021

    Verið hjartanlega velkomin í kvöldguðsþjónustu sunnudaginn 7. nóvember kl. 20:00. Þann dag höldum við allra heilagra messu og minnumst látinna ástvina með ljósi, hlýjum orðum og fallegri tónlist. Fríkirkjubandið leikur ljúfa tóna og söngkonurnar Erna Blöndal og Bernedett Hegyi syngja fyrir okkur ásamt kór Fríkirkjunnar. Sr. Margrét Lilja Vilmundardóttir leiðir stundina.   Sunnudagaskóli kl. 11 Verið velkomin öll í sunnudagaskólann sunnudaginn 7. nóvember. Sannkölluð gæða og fjölskyldustuðstund. Fríkirkjubandið heldur uppi fjörinu að vanda, ásamt Ernu og Margréti Lilju. Við heyrum fallega sögu, syngjum og dönsum saman og Rebbi og Mýsla kíkja í heimsókn. Hlökkum til að sjá ykkur öll.

Forsíða2025-10-13T14:59:06+00:00

Skráning í Fríkirkjuna

Það er auðvelt að skrá sig í Fríkirkjuna í Hafnarfirði. Skráning fer fram í gegnum vefsíðu Þjóðskrár.

Fjársöfnun hjá Fríkirkjusöfnuðinum

Enn og aftur leitum við til safnaðarins.  með stuðning upp á  2.100 kr.    Þessar greiðslur í heimabanka eru valfrjálsar með öllu. Fríkirkjan í Hafnarfirði  nýtur þeirrar sérstöðu að vera alfarið í eigu safnaðarins.  Við stjórnum okkur sjálf, án íhlutunar stjórnvalda eða annara kirkjudeilda.  Safnaðarstarfið er farsælt og margir leyta til kirkjunnar í gleði og ...

8. október 2018|

Þriðjudagur 2. október kl. 20 – fyrirlestur hjá kvenfélagi Fríkirkjunnar

ÞRIÐJUDAGINN 2. OKTÓBER verður fyrsti fundur vetrarins í safnaðarheimilinu við Linnetstíg 6, kl. 20:00. Þar munum við kynna vetrarstarfið ásamt því að góður gestur kemur á fundinn. Guðrún Harpa Bjarnadóttir mun koma og segja okkur frá mjög áhugaverðu starfi tengdu konum í Nepal. Velkomið að bjóða gestum með sér á fundinn.

30. september 2018|

30. september er sunnudagaskóli kl.11:00 og kvöldmessa kl. 20:00.

Í sunnudagaskólanum ætlum við að syngja og njóta þess að koma saman og hlusta á fallegan boðskap. Tala um mikilvægi þess að koma fallega fram hvert við annað og rækta samband okkar við hið góða og fallega í hjartanu okkar og líkna og gleðja með brosinu okkar. Í kvöldmessunni munum við fara í gegnum lífið og tilveruna og búa okkur undir ...

29. september 2018|




Helgihald 2025

19. október: Sunnudagaskóli kl. 11:00 og kvöldvaka kl. 20:00

26. október: Sunnudagaskóli kl. 11:00 með Eddu og Einar

2. nóvember: Sunnudagaskóli kl. 11:00 og Allra heilagra messa kl. 20:00

9. nóvember: Sunnudagaskóli kl. 11:00

16. nóvember: Sunnudagaskóli kl. 11:00 og kvöldmessa kl. 20:00

23. nóvember: Sunnudagaskóli kl. 11:00

30. nóvember: Sunnudagaskóli kl. 11:00 Samverustund á aðventu með fermingarfjölskyldum kl. 13:00-14:00 og 14:30-15:30

7. desember: Sunnudagaskóli kl. 11:00 og aðventukvöld kl. 20:00

14. desember: Jólaball sunnudagaskólans í Hellisgerði kl. 11:00

Safnaðarstarf hefst aftur

í september/október!



Mánudagar

16:30 Krílakór yngri
17:00 Krílakór eldri

Æfingar hefjast 6. október og fara fram á Reykjavíkurvegi 68 2. hæð.

Þriðjudagar

10:30 – 11:10 Krílasálmar fara fram í kirkjunni – Krílasálmar hefjast 9. september

16:30 – 18:30 Fermingarstarf

Miðvikudagar

18:30 – 21:00 Fríkirkjukórinn æfing

Fimmtudagar

Barnakór fyrir börn á sjötta ári og upp úr. Öll börn hjartanlega velkomin

kl. 17:00 – 17:45

Æfingar hefjast 25. september og munu fara fram á Reykjavíkurvegi 68 2. hæð

Fyrsta þriðjudag í mánuði:

Kvenfélagið kl. 20:00

Annan þriðjudag í mánuði:

Prjónagleði – Upplýsingar á facebooksíðunni Prjónagleði Fríkirkjunnar í Hafnarfirði 2025-2026

Samfélagsmiðlar

Opnunartími

Alla virka daga

Starfsfólk

Allar upplýsingar um netföng og símanúmer eru hér

Fríkirkjan í Hafnarfirði

Linnetsstíg 6
220 Hafnarfirði
Sími: 565 3430

Skráning í Fríkirkjuna í Hafnarfirði

Go to Top