Fréttir

Æfingar og ritningarvers fermingarbarna

Skráð 23/03/2015

Við höfum nú sett á heimasíðuna dagskrá æfinga fyrir fermingar og val ritningarversa, sjá hér.


Hvatning, fjáröflun og þakkir :)

Skráð 23/02/2015

1980293_1490598344535100_497832216163715415_oNú stendur yfir fjáröflun vorið 2015. Við sendum fjölmörgu safnaðarfólki bréf og stofnaður var greiðsluseðill fyrir frjálst framlag í heimabanka. Sjá nánar.16.04.15

Um komandi helgi verður sunnudagaskóli kl. 11 í kirkjunni að vanda (sunnudaginn 19. apríl).

Léttleikandi, fræðandi og notaleg stund fyrir alla fjölskylduna. Hljómsveitin okkar leiðir sönginn.

Allir velkomnir :)
... Sýna meiraSýna minna

Skoða á Facebook

Ragnheiður Þóra Kolbeins, Þorgerður Einarsdóttir og 21 öðrum líkar þetta

Helga Helgadóttirflottur ömmu prinsinn minn. (annar frá vinstri)2 dagar síðan

Skrá athugasemd á Facebook

13.04.15

Við höldum áfram að rifja upp skemmtileg atvik og viðburði í safnaðarstarfinu og birta myndir úr safninu okkar.

Hér má sjá þegar fjölskylda Guðríðar Jónsdóttur og Konráðs Jónssonar afhenti söfnuðinum formlega að gjöf ný handrið sem sett voru upp á safnaðarheimilið, við inngang og á svalir í desember 2013, rétt um það leyti sem við héldum upp á 100 ára afmælið.

Það gerðu þau Guðríður og Konráð ásamt börnum sínum, Hrafni og Kristínu, en þau hjónin reka Vélsmiðju Konráðs Jónssonar við Helluhraun hér í bænum.

Séra Einar Eyjólfsson, forstöðumaður safnaðarins, veitti þessari höfðinglegu gjöf viðtöku og hafði á orði að þetta kæmi sér afar vel þar sem fyrri handrið voru orðin bæði gömul og viðsjárverð.

Eins og sjá má tókst glæsilega til og eftir framkvæmdina leynir sér ekki að safnaðarheimilið tilheyrir kirkjunni þar sem handriðin á því eru í stíl við handriðin upp að henni.

Myndin var tekin við þetta tækifæri.
... Sýna meiraSýna minna

Skoða á Facebook

Sigurður Sverrir Gunnarsson, Helgi Rúnar Gunnarsson og 23 öðrum líkar þetta

Helgi Rúnar Gunnarssonflott gert af flottu fólki3 dagar síðan

Skrá athugasemd á Facebook

08.04.15

Fermingar og sunnudagaskóli næstu helgi :)

Laugardaginn 11. apríl verða fermingarmessur kl. 11 og 13.

Á sunnudeginum, 12. apríl, verður að sjálfsögðu sunnudagaskóli kl. 11. Það er alltaf gaman í sunnudagaskólanum okkar þar sem við leggjum höfuðáherslu á gleðina og góða skapið :)

Sjáumst í kirkjunni!
... Sýna meiraSýna minna

Skoða á Facebook

04.04.15

Páskadagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 8 árdegis – morgunverður á eftir

Á páskadag er hátíðarguðsþjónusta kl. 8:00 árdegis. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiða sönginn undir stjórn Arnar Arnarsonar. Boðið er til morgunverðar í safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni.
... Sýna meiraSýna minna

Skoða á Facebook

01.04.15

Föstudagurinn langi
Kyrrðarstund við krossinn kl. 17. (Athugið breyttan tíma.)
Dagskrá í tali og tónum sem tengist atburðum föstudagsins langa. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiða sönginn undir stjórn Arnar Arnarsonar.
... Sýna meiraSýna minna

31.03.15

Kirkjan blálýst í tilefni af Bláum apríl!

Styrkt­ar­fé­lag barna með ein­hverfu stend­ur nú, annað árið í röð, fyr­ir styrktar­átak­inu Blár apríl sem hef­ur það að meg­in­mark­miði að vekja at­hygli á mál­efn­um ein­hverfra barna.

Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði leggur átakinu lið með því að lýsa kirkjuna með bláum lit í apríl.

Sjá nánar um átakið hér: www.facebook.com/einhverfa
... Sýna meiraSýna minna

Skoða á Facebook

Guðrún Jónsdóttir, Jónhildur Guðmundsdóttir og 23 öðrum líkar þetta

Bjorg LeifsdottirFallega kirkjan okkar - sem stendur svo fallega og ber svo vel við ynsilega Fjörðinn okkar!💐3 vikur síðan   ·  2

Skrá athugasemd á Facebook

30.03.15

Skemmtileg mynd barst okkur nú í dag frá Byggðasafni Hafnarfjarðar. Myndin er tekin við kirkjuna og sést m.a. núverandi safnaðarheimili að Linnetsstíg 6 í bakgrunninum.

Myndina tók Ólafía Jónsdóttir sem bjó í húsinu við hliðina á kirkjunni, Austurgötu 21. Hún tók mikið af myndum og þessi gæti verið frá því kringum 1940, jafnvel aðeins fyrr.

Því miður vitum við ekki nafn fyrirsætunnar en allar upplýsingar um það og aðrar um þessa mynd eru vel þegnar :)
... Sýna meiraSýna minna

Skoða á Facebook

30.03.15

Helgihald um páskana

Föstudagurinn langi
Kyrrðarstund við krossinn kl. 17. (Athugið breyttan tíma.)
Dagskrá í tali og tónum sem tengist atburðum föstudagsins langa. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiða sönginn undir stjórn Arnar Arnarsonar.

Páskadagur
Hátíðarguðsþjónusta kl. 8:00 árdegis. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiða sönginn undir stjórn Arnar Arnarsonar. Boðið er til morgunverðar í safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni.
... Sýna meiraSýna minna

Skoða á Facebook

Sigurbjörg Hermannsdóttir, Sigurður Einar Jóhannesson og 23 öðrum líkar þetta

Skoða eldri athugasemdir

Sjöfn JóhannsdóttirFallega kirkjan min !!!!3 vikur síðan   ·  4
Sigfríður SigurgeirsdóttirFallega Fríkirkjan mín, hér var ég skírð, fermd og gift <33 vikur síðan   ·  2
Einina Einarsdóttir👼Falleg mynd2 vikur síðan   ·  1
Magnús Og Gunnhildur SchramFalleg kirkja.2 vikur síðan   ·  1
Þóra Hrönn NjálsdóttirFalleg mynd af kirkjunni:-)3 vikur síðan   ·  1

Skrá athugasemd á Facebook

25.03.15

Buslað í skírnarfontinum!

Það er líf og fjör í krílasálmum sem er tónlistarnámskeið fyrir börn á aldrinum 3ja -24ra mánaða og er haldið í kirkjunni á fimmtudögum frá 10:30 til 11:15. Bakhjarl námskeiðsins er kvenfélags kirkjunnar.

Umsjónarmenn eru Inga Harðardóttir guðfræðingur, Örn Arnarson, tónlistarstjóri Fríkirkjunnar og Kirstín Erna Blöndal söngkona.
Skráning fer fram í gegnum netfangið ernablondal@simnet.is eða orn@frikirkja.is en síðasti tími fyrir páska er í fyrramálið, fimmtudaginn 26. mars.

Vegna stuðnings Kvenfélags Fríkirkjunnar í Hafnarfirði við krílasálma er þátttaka í vetur án endurgjalds.

Á myndunum má sjá börnin kynnast skírnarfontinum og Ingu Harðardóttur þerra blauta fingur eftir buslið :)
... Sýna meiraSýna minna

Skoða á Facebook

25.03.15

Salernisaðstaða á miðhæðinni er nú óðum að taka á sig mynd en öll vinna við hana er annaðhvort unnin af félögum í bræðrafélagi kirkjunnar eða greidd af því.

Hér má sjá einn sjálfboðaliðann úr bræðrafélaginu að störfum nú í þessum skrifuðu orðum. Það er hinn handlagni þúsundþjalasmiður Eyjólfur Elíasson (maðurinn hennar Siggu prests) sem hér leggur flísar í óða önn og hann var svo önnum kafinn að hann mátti helst alls ekki vera að því að líta upp fyrir myndasmiðinn!

Áður hafði Reynir Kristjánsson, múrari, kórsöngvari, byggingatæknifræðingur og bræðrafélagi, flotað gólfið í félagi við Eyjólf um helgina og gert það svona líka rennislétt :)

Gert er ráð fyrir að salernisaðstaðan verði tilbúin í næstu viku en með henni batnar verulega aðstaða fyrir hreyfihamlaða því ekkert salerni hefur verið á miðhæðinni meðan safnaðarheimili kirkjunnar hefur verið í þessu gamla húsi.
... Sýna meiraSýna minna

Skoða á Facebook

Kristín Jónatansdóttir, Diana Osk Arnardottir og 23 öðrum líkar þetta

Fríkirkjan í HafnarfirðiJá þetta skotgengur og svo skal nefna framlag Reynis Kristjánssonar, múrara, kórsöngvara, byggingatæknifræðings og bræðrafélaga sem flotaði gólfið ásamt Eyjólfi "í skjóli helgar" um daginn svo allt var bara tilbúið fyrir flísalögn þegar fólk kom til vinnu á mánudaginn :)3 vikur síðan   ·  2
Sjöfn JóhannsdóttirAlltaf duglegur hann Eyjólfur vinur minn !!!!!&&&&3 vikur síðan
Sigurbjörn GeirssonFlottur.3 vikur síðan
Jóna Hörpudóttirfrábært framtak :) vel gert :)3 vikur síðan

Skrá athugasemd á Facebook


Smellið hér til að fara yfir á Facebook síðu Fríkirkjunnar til að sjá eldri fréttir.