Fréttir

Safnaðarstarfið siglir af stað

Skráð 02/09/2015

Safnaðarstarf Fríkirkjunnar í Hafnarfirði siglir nú af stað með pompi og prakt!

Næstkomandi sunnudag, 6. september, verður sunnudagaskólinn í „sjöunda himni” kl. 11:00 og kl. 20:00 verður notaleg kvöldmessa þar sem kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir söng.

Sunnudagaskóli, messuhald, kvöldvökur, krílasálmar, foreldramorgnar, tónleikar og fleira og fleira - allt þetta starf á heima í kirkjunni okkar!

Sunnudagaskóli, messuhald, kvöldvökur, krílasálmar, foreldramorgnar, tónleikar og fleira og fleira – allt þetta starf á heima í kirkjunni okkar!

 

Magnaðir miðvikudagar

Miðvikudagarnir verða svo sannarlega magnaðir í kirkjunni í vetur og mikið um að vera. Foreldarmorgnarnir halda áfram og verða á milli kl. 10:00 og 12:00. Þeir hafa átt miklum vinsældum að fagna á meðal nýbakaðra foreldra sem koma saman með börn sín í notalegt spjall og samveru.

Erna Blöndal sér um krílastarfið sem fyrr og býður 2ja og 3ja ára börnum í fylgd með foreldrum að taka þátt í „Krílakór yngri barna” kl. 16:30 og svo tekur hún á móti 4ja og 5 ára börnum kl. 17:00 sem mynda „Krílakór eldri barna”.

Okkar frábæri kirkjukór rekur svo lestina á mögnuðum miðvikudögum með því að fylla húsið af söng en vikulegar æfingar kórsins fara fram kl. 18:30.

Fimmtudagsfjör

Allra yngstu krílin eru svo velkomin í tónlistarstund með Ernu á fimmtudögum kl. 10.30. Þá er boðið upp á sérstaka stund fyrir 3ja til 24 mánaða ungabörn. Inga Harðardóttir guðfræðingur og Örn Arnarson tónlistarstjóri eru Ernu til aðstoðar í þessum yndislegu stundum. :: Nánari upplýsingar.


Allir í sjöunda himni!

Skráð 02/09/2015

Það má með sanni segja að við séum í „sjöunda himni” yfir því að vetrarstarf kirkjunnar fer nú af stað með dúndur krafti!

Hluti af metnaðarfullu starfi safnaðarins felst í sunnudagaskólanum sem jafnan er fjörugur og fjölsóttur. Sunnudagaskólinn er frábær samverustund allra aldurshópa þar sem börnin eru í forgrunni. Við leggjum áherslu á uppbyggjandi fróðleik og mikla tónlist þar sem söngurinn ómar undir stjórn Fríkirkjubandsins.

Fyrsti sunnudagaskóli vetrarsins verður á sunnudaginn næstkomandi, 6. september kl. 11:00 og vonumst við til að sjá ykkur sem flest þá!

Svona til að byggja upp stemmninguna látum við hér fylgja nýtt myndband sem var sett í loftið í vikunni með einkennislagi vetrarstarfsins – myndbandið hefur svo sannarlega vakið athygli og það væri ekki galið ef þú myndir deila því sem allra víðast til að vekja athygli á frábæru barnastarfi kirkjunnar um allt land!

 


Líður að upphafi vetrarstarfsins

Skráð 13/08/2015

Helgihaldið og fermingarstarfið fer senn af stað að loknu sumri.

Sunnudagaskólinn hefst í kirkjunni 6. september.

Sama dag verður kvöldmessa kl. 20.

Fundur með fermingarbörnum og foreldrum þeirra er boðaður í kirkjunni miðvikudaginn 26. ágúst kl. 18.

Foreldramorgnar munu fara í gang miðvikudaginn 2. september.

Líkt og í fyrra verða krílasálmar og krúttakórinn starfræktur.  Nánari tilhögun verður sett hér inn á vefinn jafnskjótt og hún liggur fyrir.04.09.15

Barnastarf kirkjunnar
Næstkomandi sunnudag, 6. september, verður sunnudagaskólinn í "Sjöunda himni" kl. 11:00. Mætum öll og tökum þátt í yndislegri dagskrá!
... Sýna meiraSýna minna

16.06.15

Duglegir menn að störfum. Hér mun rísa íbúðarhús en ekki safnaðarheimili eins og svo margir halda. ... Sýna meiraSýna minna

Skoða á Facebook

Benedikt Kristjánsson, Hildur Jóhannesdóttir og 6 öðrum líkar þetta

Hildur JóhannesdóttirHverjum datt það i hug :(3 mánuðir síðan
Hrafnhildur Kristinsdóttir😢3 mánuðir síðan

Skrá athugasemd á Facebook

21.05.15

Hátíðartónleikar Hvítasunnudag kl. 17:00 í kirkjunni - Fríkirkjukórinn ásamt hljómsveit kirkjunnar og Kammerkórinn Sola frá Stavanger, Noregi. Allir hjartanlega velkomnir. ... Sýna meiraSýna minna

13.05.15

Nýr formaður!

Einar Sveinbjörnsson var í gærkvöldi kjörinn nýr formaður safnaðarstjórnar í stað Jóhanns Guðna Reynissonar sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs og hvarf þar með úr stjórninni.

Matti Ósvald var kjörinn í safnaðarstjórn á fundinum en aðrar breytingar urðu ekki á stjórnarskipan safnaðarins. Sjá nánar hér: www.frikirkja.is/starfsfolk-og-stjorn/

Einar hefur verið virkur í starfinu undanfarin ár, hann hefur átt sæti í safnaðarstjórn og fasteignanefnd og gegnt embætti formanns bræðrafélagsins frá því það var endurvakið fyrir nokkrum árum. Hann er einnig mörgum að góðu kunnur sem veðurfræðingur og þekkja margir til Einars af þeim vettvangi.

Á myndinni má einmitt sjá Einar lengst til vinstri ásamt tveimur öðrum virkum bræðrafélögum, Pétri Joensen (í miðju) og Eyjólfi Elíassyni.
... Sýna meiraSýna minna

Skoða á Facebook

Sigrún Einarsdóttir, Ragnheiður Víglundsdóttir og 23 öðrum líkar þetta

Sigurbjörn GeirssonFlottir.4 mánuðir síðan
Ragnar Steinn GuðmundssonEinar er toppmaður.4 mánuðir síðan

Skrá athugasemd á Facebook

08.05.15

Þá er komið að vortónleikum Fríkirkjukórsins í Hafnarfirði en gestir okkar eru þau Þorvaldur Halldórsson og Erna Blöndal. Miðvikudagskvöldið 13. maí kl. 20:00 í kirkjunni, þetta verða magnaðir tónleikar! ... Sýna meiraSýna minna

Vortónleikar Fríkirkjukórsins í Hafnarfirði eru að þessu sinni helgaðir dægurlögum frá síðustu öld í bland við nýlegri lög og sálma. Sérstakur gestur tónleikanna er hinn eini sann...

Við áttum saman yndislega stund - Vortónleikar Fríkirkjukórsins í Hafnarfirði

maí 13, 8:00e.h.

Fríkirkjan í Hafnarfirði

Vortónleikar Fríkirkjukórsins í Hafnarfirði eru að þessu sinni helgaðir dægurlögum frá síðustu öld í bland við nýlegri lög og sálma. Sérstakur gestur tónleikanna er hinn eini sann...

04.05.15

Aðalfundur safnaðarins verður haldinn í safnaðarheimilinu 12. maí kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Safnaðarstjórn. ... Sýna meiraSýna minna

02.05.15

Nú styttist í fjölskylduhátíðina! ... Sýna meiraSýna minna

Fjölskylduhátíð Fríkirkjunnar í Hafnarfirði verður haldin í Kaldárseli sunnudaginn 3. maí og hefst kl. 11. Þeim sem ekki koma á eigin bílum er bent á rútuferð frá kirkjunni kl.10:3...

Skoða á Facebook

27.04.15

Fjölskylduhátíð Fríkirkjunnar í Hafnarfirði verður haldin í Kaldárseli sunnudaginn 3. maí og hefst kl. 11.

Þeim sem ekki koma á eigin bílum er bent á rútuferð frá kirkjunni kl.10:30.

Boðið er upp á létta og skemmtilega dagskrá fyrir alla fjölskylduna og sér hljómsveit kirkjunnar um að halda uppi fjörinu.

Að lokinni dagskrá er börnunum boðið upp á grillaðar pylsur án endurgjalds og hinir eldri setjast að veisluborði í sumarbúðunum en þar er tekið við frjálsum framlögum fyrir veitingarnar.

Sjáumst í Selinu :)
... Sýna meiraSýna minna

Skoða á Facebook

Anna Gyða Pétursdóttir, Aldís Baldvinsdóttir og 23 öðrum líkar þetta

Sigurbjörn ÞorkelssonKaldársel rokkar!4 mánuðir síðan   ·  2

Skrá athugasemd á Facebook

24.04.15

Krúttakór - sameiginleg æfing á mánudag 16:30.

Mánudaginn 27. apríl verða báðir hóparnir í Krúttakórnum saman á æfingunni sem hefst þá kl. 16:30 og stendur í um 40 mínútur.

Þá æfum við fyrir vorhátíð kirkjunnar í Kaldárseli sem verður haldin 3. maí.
... Sýna meiraSýna minna

Skoða á Facebook

24.04.15

Sunnudagurinn 26. apríl

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11

Kór og hljómsveit kirkjunnar leiða sönginn. Fjör og gleði. Notaleg samverustund í kirkjunni fyrir alla fjölskylduna og allir velkomnir.
... Sýna meiraSýna minna

Skoða á Facebook

Bjarnleifur Árni Bjarnleifsson, Hafsteinn Reykjalin Jóhannesson og 23 öðrum líkar þetta

Christel Elisabeth Ahonius-ThorsteinssonYndislega hlýlegt og fallegt💖4 mánuðir síðan
Stefán Bjarni SigtryggssonÞarna er örugglega gott að vera.4 mánuðir síðan
Jenný AxelsdóttirMikið er þetta falleg mynd .4 mánuðir síðan
Olga JónsdóttirDásamleg mynd <34 mánuðir síðan

Skrá athugasemd á Facebook


Smellið hér til að fara yfir á Facebook síðu Fríkirkjunnar til að sjá eldri fréttir.