Fréttir

Kaffisala kvenfélagsins á sunnudaginn

Skráð 06/10/2015

1412271_294344010774126_2590625285054393122_o

Næsta sunnudag 11. október er hátíðisdagur í kirkjunni. Sunnudagaskólinn er kl.11.

Guðsþjónusta er að þessu sinni kl.14.

Að lokinni guðsþjónustu hefst svo hin árlega kaffisala Kvenfélagsins í safnaðarheimilinu.

Munið að kaffisalan er mikilvæg fjáröflun í starfi kvenfélagsins hlaðborðið þeirra rómað um allan bæ og víðar.

Kaffinefnd 1Á myndinni má sjá Kaffinefnd kvenfélagsins við undibúning í síðustu viku. Frá vinstri: Fríða Sæmundsdóttir, Sigríður Valdimarsdóttir, Ragna Valdimarsdóttir, Svanhildur Ísleifsdóttir og Sigrún Óskarsdóttir.


Dagskrá vikunnar

Skráð 28/09/2015

Það er mikið um að vera í kirkjunni og safnaðarheimilinu þessa vikuna.

Þetta ber kannski hæst:

Miðvikudagur 30. sept kl. 10.  Foreldramorgnar í Safnaðarheimilinu.

Kl 16:30 og 17:00 Krílakór yngri og krílakór eldri í Safnaðarheimilinu.

Fimmtudagur 1. október kl. 10.  Krílasálmar að þessu sinni í safnaðarheimilinu.

Fermingarstarfið er á þriðjudögum og upplýsingar um mætingar hópa er undir fermingar hér á síðunni.

Sunnudagskóli kl. 11  þann 4. okt og kvöldmessa næsta sunnudag kl. 20. 


Sunnudagaskóli 27. september kl. 11

Skráð 25/09/2015

Að vanda verður sunnudagaskólinn okkar nú 27. september kl.11IMG_138806.10.15

Miðvikudagur 7. október:
Foreldramorgnar/ungbarnamorgnar, allir velkomnir í safnaðarheimilið frá kl. 10-12. Ólöf okkar verður búin að skera niður ávexti handa litlu ljósgeislunum og bera fram kaffi og kræsingar handa okkur öllum. Bobba og Erna verða á staðnum, endilega komið og spjallið við okkur um lífið og nýjasta kraftaverkið.

Krílakór yngri mætir kl. 16:30 og Krílakór eldri kl. 17:00. Við erum alltaf að bæta í tónlistarnámið-nú erum við farin að hlusta á klassíska tónlist eins og enginn sé morgundagurinn. Við eigum von á því að Konungur dýranna heimsæki okkur á morgun hvorki meira né minna. Í krílakór er gaman - já og svo má ekki gleyma Fríkirkjukórnum okkar sem æfir í safnaðarheimilinu kl. 18:30.

Við minnum svo á Krílasálmana í kirkjunni á fimmtudaginn kl. 10:30. Krílasálmarnir eru að sögn Harðar kirkjuvarðar einar fallegustu stundir sem hann hefur upplifað í kirkjunni sinni og við erum alveg sammála því, maður er oftast gráti nær yfir þessum dásemdarstundum. Svo er svo mikil losun í blessuðum hlátrinum sem vantar sko ekki í Krílasálmana. Allir velkomnir að sjálfsögðu.
... Sýna meiraSýna minna

Thelma Björgvinsdóttir, Ólöf Eyjólfsdóttir og 9 öðrum líkar þetta

Kristbjörg JónsdóttirFrabært starf í kirkjunni minni.49 mínútur síðan   ·  1
Kirstín Erna BlöndalKrílakór eldri er fyrir 4ra og 5 ára:o)1 klst síðan   ·  1
Diana Osk ArnardottirFyrir hvaða aldur er krílakór eldri?2 klst síðan

Skrá athugasemd á Facebook

06.10.15

Fermingarfræðslan hér í Fríkirkjunni er alltaf tilhlökkunarefni.
Í dag þriðjudag mætir hópur C kl. 17:00 og
hópur D mætir kl. 18:00.
... Sýna meiraSýna minna

05.10.15

Það var mikið fjör í sunnudagaskólanum í gær. Roki og rigningu var tekið sem hressingu og gleði inn í daginn og við bara sungum í okkur hlýjuna.

Kvöldmessan var notaleg og nærandi fyrir komandi viku. Tökum einn dag í einu og verum góð við hvort annað.
... Sýna meiraSýna minna

03.10.15

Á morgun sunnudag ætlum við að hittast í sunnudagaskólanum. Það verður gott og gaman syngja saman með hljómsveitinni okkar. Hugleiða og læra að meta lífið okkar sem er svo dýrmætt. Allir velkomnir eins og alltaf.

Sunnudagskvöldið kl. 20:00 verður svo kvöldmessa í kirkjunni okkar. Þar ætlar sr. Sigríður Kristín að undirbúa okkur fyrir komandi viku með hugvekjandi orðum. Hljómsveit og kór flytja fallega tónlist og við göngum til altaris.
... Sýna meiraSýna minna

02.10.15

Sith TV
Já þau byrja nefnilega snemma krílin okkar
... Sýna meiraSýna minna

Hulda Karen Ólafsdóttir, Anna Hulda Oskarsdottir og 23 öðrum líkar þetta

Rúrí ValgeirsdóttirYndislegt 💞4 dagar síðan   ·  1

Skrá athugasemd á Facebook

02.10.15

Góður dagur í gær að þessu sinni gátum við ekki verið í kirkjunni með krílasálmana en það var sko bara allt í lagi. Við áttum frábæra stund í safnaðarheimilinu með kertaljósum og kósýheitum, börnin yndisleg og dugleg eins og alltaf. Eftir stundina áttum við gott spjall og fengum okkur hressingu. Hlökkum til að sjá krílasálmabörnin okkar í næstu viku í kirkjunni. ... Sýna meiraSýna minna

Ragnheiður Þóra Kolbeins, Hildur Arna Håkansson og 9 öðrum líkar þetta

Sigríður Gréta SigfúsdóttirVið Auður Odda erum mjög leiðar að hafa misst af krílasálmum í gær - ótrúlega skemmtileg samverustund4 dagar síðan
Kirstín Erna Blöndal4 dagar síðan   ·  3

Skrá athugasemd á Facebook

30.09.15

Fimmtudagur 1. október: Krílasálmarnir verða að þessu sinni í safnaðarheimilinu. Við hlökkum mikið til að sjá öll yndislegu og fallegu krílin okkar kl. 10:30 Við ætlum að syngja með stjörnunum og dansa með regnboganum. Svo er aldrei að vita nema að sjáist til einhverra fíla, fiðrilda og ljóna...já það er svo margt skemmtilegt í henni veröld:o)) ... Sýna meiraSýna minna

29.09.15

Miðvikudaginn 30. september er foreldramorgunn í safnaðarheimilinu frá kl. 10-12 þar sem öll yndisbörnin eru velkomin með fólkinu sínu í leik og spjall.
Ólöf okkar verður búin að leggja kræsingar á borð eins og alltaf og Erna ætlar að stjana við litlu yndin. Allir hjartanlega velkomnir.

Seinni partinn koma svo örlítið eldri yndisbörn í Krílakór yngri kl. 16:30 og Krílakór eldri kl. 17:00 og þar ætlar Erna að kenna litlu snillingunum að njóta tónlistar og syngja saman.

Stóra fólkið í Fríkirkjukórnum ætlar svo að æfa sig með Erni í safnaðarheimilinu frá kl. 18:30-21:00.

Já miðvikudagar eru nú bara ansi góðir dagar:o)
... Sýna meiraSýna minna

Guðrún Hjartardóttir, Jóna Pálsdóttir og 6 öðrum líkar þetta

Fríkirkjan í HafnarfirðiDásemdardagur að kveldi komin. Takk öll yndislegu krílin okkar fyrir komuna í dag og takk kærlega foreldrar, ömmur, afar og allt þið góða fólk sem fylgduð börnunum ykkar í kirkjustarfið í dag. Hlökkum til að sjá alla aftur syngjandi káta næsta miðvikudag. Á meðan þessi póstur er skrifaður er Fríkirkjukórinn svo með sína æfingu í safnaðarheimilinu. Já það er nóg að gera á stóru heimili;o)6 dagar síðan   ·  2

Skrá athugasemd á Facebook

26.09.15

Sunnudagaskólinn er alla sunnudaga kl. 11:00 í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Falleg og skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna! Síðasta sunnudag fylltu fjórar kynslóðir einn kirkjubekkinn. Hvernig væri að bjóða ömmu og afa (lang?) með í kirkju? ... Sýna meiraSýna minna

Skoða á Facebook

Anna Sigrún Hreinsdóttir, Sigrún Kristín Þórðardóttir og 23 öðrum líkar þetta

Kristján Freyr KarlssonÉg var oft í kirkjunni á þessum dögum þegar ég var lítill.1 vika síðan   ·  2

Skrá athugasemd á Facebook

19.09.15

Verðandi fermingarbörn fóru í frábæra útilegu að Úlfljótsvatni um helgina - allir stóðu sig snilldarlega vel og voru sér og sínum til fyrirmyndar!

Þetta var seinni hópurinn af tveimur í september.

Hér eru nokkrar svipmyndir frá útilegunni en fleiri myndir og myndbönd verða sýnd í fermingarstarfinu síðar í haust.
Ljósmyndir: Guðmundur Pálsson
... Sýna meiraSýna minna

Verðandi fermingarbörn fóru í frábæra útilegu að Úlfljótsvatni um helgina - allir stóðu sig snilldarlega vel og voru sér og sínum til fyrirmyndar! Þetta var seinni hópurinn af tveimur...

Verðandi fermingarbörn fóru í frábæra útilegu að Úlfljótsvatni um helgina - allir stóðu sig snilldarlega vel og voru sér og sínum til fyrirmyndar!

Þetta var seinni hópurinn af tveimur í september.

Hér eru nokkrar svipmyndir frá útilegunni en fleiri myndir og myndbönd verða sýnd í fermingarstarfinu síðar í haust.
Ljósmyndir: Guðmundur Pálsson

Smellið hér til að fara yfir á Facebook síðu Fríkirkjunnar til að sjá eldri fréttir.