Fréttir

Æfingar og ritningarvers fermingarbarna

Skráð 23/03/2015

Við höfum nú sett á heimasíðuna dagskrá æfinga fyrir fermingar og val ritningarversa, sjá hér.


Hvatning, fjáröflun og þakkir :)

Skráð 23/02/2015

1980293_1490598344535100_497832216163715415_oNú stendur yfir fjáröflun vorið 2015. Við sendum fjölmörgu safnaðarfólki bréf og stofnaður var greiðsluseðill fyrir frjálst framlag í heimabanka. Sjá nánar.21.05.15

Hátíðartónleikar Hvítasunnudag kl. 17:00 í kirkjunni - Fríkirkjukórinn ásamt hljómsveit kirkjunnar og Kammerkórinn Sola frá Stavanger, Noregi. Allir hjartanlega velkomnir. ... Sýna meiraSýna minna

13.05.15

Nýr formaður!

Einar Sveinbjörnsson var í gærkvöldi kjörinn nýr formaður safnaðarstjórnar í stað Jóhanns Guðna Reynissonar sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs og hvarf þar með úr stjórninni.

Matti Ósvald var kjörinn í safnaðarstjórn á fundinum en aðrar breytingar urðu ekki á stjórnarskipan safnaðarins. Sjá nánar hér: www.frikirkja.is/starfsfolk-og-stjorn/

Einar hefur verið virkur í starfinu undanfarin ár, hann hefur átt sæti í safnaðarstjórn og fasteignanefnd og gegnt embætti formanns bræðrafélagsins frá því það var endurvakið fyrir nokkrum árum. Hann er einnig mörgum að góðu kunnur sem veðurfræðingur og þekkja margir til Einars af þeim vettvangi.

Á myndinni má einmitt sjá Einar lengst til vinstri ásamt tveimur öðrum virkum bræðrafélögum, Pétri Joensen (í miðju) og Eyjólfi Elíassyni.
... Sýna meiraSýna minna

Skoða á Facebook

Sigrún Einarsdóttir, Ragnheiður Víglundsdóttir og 34 öðrum líkar þetta

Sigurbjörn GeirssonFlottir.2 vikur síðan
Ragnar Steinn GuðmundssonEinar er toppmaður.2 vikur síðan

Skrá athugasemd á Facebook

08.05.15

Þá er komið að vortónleikum Fríkirkjukórsins í Hafnarfirði en gestir okkar eru þau Þorvaldur Halldórsson og Erna Blöndal. Miðvikudagskvöldið 13. maí kl. 20:00 í kirkjunni, þetta verða magnaðir tónleikar! ... Sýna meiraSýna minna

Vortónleikar Fríkirkjukórsins í Hafnarfirði eru að þessu sinni helgaðir dægurlögum frá síðustu öld í bland við nýlegri lög og sálma. Sérstakur gestur tónleikanna er hinn eini sann...

Við áttum saman yndislega stund - Vortónleikar Fríkirkjukórsins í Hafnarfirði

maí 13, 8:00e.h.

Fríkirkjan í Hafnarfirði

Vortónleikar Fríkirkjukórsins í Hafnarfirði eru að þessu sinni helgaðir dægurlögum frá síðustu öld í bland við nýlegri lög og sálma. Sérstakur gestur tónleikanna er hinn eini sann...

04.05.15

Aðalfundur safnaðarins verður haldinn í safnaðarheimilinu 12. maí kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Safnaðarstjórn. ... Sýna meiraSýna minna

02.05.15

Nú styttist í fjölskylduhátíðina! ... Sýna meiraSýna minna

Fjölskylduhátíð Fríkirkjunnar í Hafnarfirði verður haldin í Kaldárseli sunnudaginn 3. maí og hefst kl. 11. Þeim sem ekki koma á eigin bílum er bent á rútuferð frá kirkjunni kl.10:3...

Skoða á Facebook

27.04.15

Fjölskylduhátíð Fríkirkjunnar í Hafnarfirði verður haldin í Kaldárseli sunnudaginn 3. maí og hefst kl. 11.

Þeim sem ekki koma á eigin bílum er bent á rútuferð frá kirkjunni kl.10:30.

Boðið er upp á létta og skemmtilega dagskrá fyrir alla fjölskylduna og sér hljómsveit kirkjunnar um að halda uppi fjörinu.

Að lokinni dagskrá er börnunum boðið upp á grillaðar pylsur án endurgjalds og hinir eldri setjast að veisluborði í sumarbúðunum en þar er tekið við frjálsum framlögum fyrir veitingarnar.

Sjáumst í Selinu :)
... Sýna meiraSýna minna

Skoða á Facebook

Anna Gyða Pétursdóttir, Aldís Baldvinsdóttir og 122 öðrum líkar þetta

Sigurbjörn ÞorkelssonKaldársel rokkar!4 vikur síðan   ·  2

Skrá athugasemd á Facebook

24.04.15

Krúttakór - sameiginleg æfing á mánudag 16:30.

Mánudaginn 27. apríl verða báðir hóparnir í Krúttakórnum saman á æfingunni sem hefst þá kl. 16:30 og stendur í um 40 mínútur.

Þá æfum við fyrir vorhátíð kirkjunnar í Kaldárseli sem verður haldin 3. maí.
... Sýna meiraSýna minna

Skoða á Facebook

24.04.15

Sunnudagurinn 26. apríl

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11

Kór og hljómsveit kirkjunnar leiða sönginn. Fjör og gleði. Notaleg samverustund í kirkjunni fyrir alla fjölskylduna og allir velkomnir.
... Sýna meiraSýna minna

Skoða á Facebook

Bjarnleifur Árni Bjarnleifsson, Hafsteinn Reykjalin Jóhannesson og 101 öðrum líkar þetta

Stefán Bjarni SigtryggssonÞarna er örugglega gott að vera.4 vikur síðan
Christel Elisabeth Ahonius-ThorsteinssonYndislega hlýlegt og fallegt💖4 vikur síðan
Jenný AxelsdóttirMikið er þetta falleg mynd .4 vikur síðan
Olga JónsdóttirDásamleg mynd <34 vikur síðan

Skrá athugasemd á Facebook

22.04.15

Sumardagurinn fyrsti er sérstakur viðhafnardagur Fríkirkjunnar í Hafnarfirði enda stofnun safnaðarins miðuð við hann.

Dagurinn er um leið eftirlæti margra fermingarbarna sem velja hann til þessa merka viðburðar í lífi sínu. Og sumardagurinn fyrsti 2015 er engin undantekning á því og nú fermast um 60 ungmenni í kirkjunni okkar í þremur athöfnum.

Fermingarguðsþjónustur verða kl. 10, 12 og 14.

Við óskum fermingarbörnunum að sjálfsögðu til hamingju með daginn og landsmönnum öllum gleðilegs sumars :)

Meðfylgjandi mynd tók Eva Björk Ægisdóttir, ljósmyndari, af fermingarhópi ganga frá kirkjunni eftir fermingu á sumardaginn fyrsta 2013.
... Sýna meiraSýna minna

Skoða á Facebook

21.04.15

Í dag fóru fram tökur við kirkjuna á grínatriði fyrir bandaríska skemmtiþáttinn Saturday Night Live.

Sett er á svið atriði úr myndinni Untouchables og er umtalsvert tilstand í kringum tökurnar þar sem keppt er í kerrukappi niður kirkjutröppurnar.

Kirkjan er sem sagt á þröskuldi heimsfrægðar..., allavega tröppurnar :)

Myndirnar tala sínu máli.
... Sýna meiraSýna minna

Skoða á Facebook

Kristín Helga Eyjólfsdóttir, Íris Arna Úlfarsdóttir og 113 öðrum líkar þetta

Rúrí ValgeirsdóttirAggi er að vinna við þessa þætti 😉1 mánuður síðan   ·  1

Skrá athugasemd á Facebook


Smellið hér til að fara yfir á Facebook síðu Fríkirkjunnar til að sjá eldri fréttir.