Fréttir

Það verður líka messa á jóladag!

Skráð 18/12/2014

Hátíðar- og fjölskylduguðsþjónusta verður kl. 13 á jóladag. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiða söng. Krúttakórinn, Rósa Guðbjörg Guðmundsdóttir og Kirstín Erna Blöndal syngja og Agnes Björk Rúnarsdóttir leikur á horn.

Athugið að upplýsingar um þessa guðsþjónustu féllur fyrir mistök úr auglýsingu frá okkur í Fjarðarpóstinum og er því ekki að finna þar.
18.12.14

Það verður messa á jóladag líka :)

Eins og sjá má á tengli sem við deildum af Facebooksíðu Fjarðarpóstsins féllu úr við gerð auglýsingar frá okkur í blaðinu, sem kemur út í dag, upplýsingar um hátíðarmessu á jóladag.

Þetta uppgötvaðist því miður ekki fyrr en blaðið var komið úr prentun.

Það verður sem sagt hátíðar- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 13 á jóladag. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiða söng. Krúttakórinn, Rósa Guðbjörg Guðmundsdóttir og Kirstín Erna Blöndal syngja og Agnes Björk Rúnarsdóttir leikur á horn.

Sjá helgihaldið um hátíðarnar hér: www.frikirkja.is/helgihaldid/
... Sýna meiraSýna minna

Skoða á Facebook

Gunnar Einarsson, Telma Ýr Friðriksdóttir og 18 öðrum líkar þetta

Hildur JóhannesdóttirGleðilega hátið :)8 klst síðan

Skrá athugasemd á Facebook

18.12.14

Fjarðarpósturinn 18. desember 2014 - 46. tbl. 32. árg. #ClippedOnIssuu
Fríkirkjan í Hafnarfirði deildi tengill.
... Sýna meiraSýna minna

Fjarðarpósturinn 18. desember 2014 - 46. tbl. 32. árg. Bæjarblað Hafnfirðinga frá 1983 Hafnarfjörður

Fjarðarpósturinn 18. desember 2014 - 46. tbl. 32. árg. #ClippedOnIssuu

15.12.14

Kórinn okkar hélt aldeilis frábæra tónleika á laugardaginn þar sem allt okkar góða fólk söng stórkostlega undir stjórn Arnar Arnarsonar.

Kirstín Erna Blöndal fór á kostum í einsöngnum enda á gullfallegum skóm sem sæma slíkum söngdívum einkar vel :) (3 myndir)
... Sýna meiraSýna minna

3
Skoða á Facebook

12.12.14

Stekkjastaur var á ferðinni í nótt og kom að sjálfsögðu við í safnaðarheimilinu til að kanna hvort prestarnir hefðu sett skóinn út í glugga :)

Það var bara stuð á kallinum og hann bað sérstaklega að heilsa öllum krökkunum í sunnudagaskólanum, Krílasálmum og Krúttakórnum. Sagði að Hurðaskellir og Gáttaþefur séu rosa spenntir að hitta krakkana þann 21. desember á Thorsplani. Svaka spenntir, sko. Og svo sagði hann líka að öll börn verði að vera þæg og góð og fara snemma í háttinn og vera dugleg að borða matinn sinn og ... allskonar bara... Endilega skilið því til þeirra

Við rétt náðum þessari mynd af Stekkjastaur áður en hann var rokinn út í buskann!

En rétt er að minna á aðventuhátíðina í kirkjunni núna á sunnudaginn, 14. desember klukkan 11. Þá verður jólasunnudagaskólastuð. Hún kemur fyrst. Svo jólaballið. Sjáumst!
... Sýna meiraSýna minna

Skoða á Facebook

12.12.14

Aðventuhátíð fjölskyldunnar kl. 11 sunnudaginn 14. desember.

Sunnudagaskólinn verður með aðventuhátíðarsniði þennan daginn. Skemmtilegur að vanda og hljómsveitin í jólastuði. Gaman fyrir alla fjölskylduna.

Sjáumst :)
... Sýna meiraSýna minna

Skoða á Facebook

Brynja Guðmundsdóttir, Agnes Braga Bergsdóttir og 23 öðrum líkar þetta

Kristbjörg JónsdóttirAlveg óborganleg mynd af þessu yndæla fólki í Fríkirkjunni í Hafnarfirði.6 dagar síðan   ·  2
Ingibjörg ValgeirsdóttirElsku Jóa frænka og minn yndislegi Hörður, flott mynd6 dagar síðan

Skrá athugasemd á Facebook

12.12.14

Við minnum á jólatónleika Fríkirkjukórsins laugardaginn 13. desember kl. 17:00 í kirkjunni.

Innlend og erlend jólalög og hátíðlegir aðventusálmar. Fríkirkjubandið spilar og Kirstín Erna Blöndal syngur einsöng. Örn Arnarson stjórnar.

Miðaverð 2.000 kr. Greitt við innganginn.
... Sýna meiraSýna minna

Skoða á Facebook

11.12.14

Fríkirkjan í Hafnarfirði setti inn 11 nýjar myndir. (11 myndir) ... Sýna meiraSýna minna

11 nýjar myndir

11
11 nýjar myndir

Sigríður Gísladóttir, Dórothea Sigurjónsdóttir og 18 öðrum líkar þetta

Soffia Kristinsdottirþetta var flottur fundur ,.1 vika síðan

Skrá athugasemd á Facebook

11.12.14

Jólafundur kvenfélagsins var haldinn í Skútunni síðastliðinn sunnudag. Hann var vel sóttur og góður andi ríkjandi að venju.

Margt var glæsilegra vinninga í árlegu happdrætti kvenfélagsins sem ávallt nýtur mikilla vinsælda á þessum fundi félagsins. Þá söng Elsa Rut Leifsdóttir fyrir fundarkonur við góðar undirtektir enda afar efnileg söngkona þar á ferð.

Fundurinn er ein aðalfjáröflunarleið Kvenfélags Fríkirkjunnar í Hafnarfirði og því ástæða til að þakka öllum þeim sem þar leggja hönd á plóg.

Hér eru nokkrar myndir frá fundinum sem Ágústa Hilmarsdóttir tók og sendi okkur til að birta hér á síðunni okkar. Sjá fleiri í myndasafni. (8 myndir)
... Sýna meiraSýna minna

8
Skoða á Facebook

09.12.14

Jólatónleikar Fríkirkjukórsins verða haldnir í kirkjunni laugardaginn 13. desember kl. 17.

Innlend og erlend jólalög og hátíðlegir aðventusálmar. Fríkirkjubandið spilar og Kirstín Erna Blöndal syngur einsöng. Örn Arnarson stjórnar.

Miðaverð 2.000 kr. Greitt við innganginn.
... Sýna meiraSýna minna

Skoða á Facebook

09.12.14

Næstkomandi sunnudag 14. desember verða jazztónleikar í kirkjunni kl. 17. Þá leika Jón Rafnsson á bassa, Karl Olgeirsson á píanó og Andrés Þór á gítar. Leikin verða jólalög og -sálmar í jazzútsetningum.

Aðgangseyrir 2.000 kr. og eru miðar seldir við innganginn.
... Sýna meiraSýna minna

Skoða á Facebook