Fréttir

Fermingarmessur / sunnudagaskóli fellur niður

Skráð 28/03/2015

Sunnudaginn 29. mars verða fermingarmessur kl. 11 og 13 í kirkjunni og því fellur sunnudagaskólinn niður.


Æfingar og ritningarvers fermingarbarna

Skráð 23/03/2015

Við höfum nú sett á heimasíðuna dagskrá æfinga fyrir fermingar og val ritningarversa, sjá hér.


Hvatning, fjáröflun og þakkir :)

Skráð 23/02/2015

1980293_1490598344535100_497832216163715415_oNú stendur yfir fjáröflun vorið 2015. Við sendum fjölmörgu safnaðarfólki bréf og stofnaður var greiðsluseðill fyrir frjálst framlag í heimabanka. Sjá nánar.25.03.15

Buslað í skírnarfontinum!

Það er líf og fjör í krílasálmum sem er tónlistarnámskeið fyrir börn á aldrinum 3ja -24ra mánaða og er haldið í kirkjunni á fimmtudögum frá 10:30 til 11:15. Bakhjarl námskeiðsins er kvenfélags kirkjunnar.

Umsjónarmenn eru Inga Harðardóttir guðfræðingur, Örn Arnarson, tónlistarstjóri Fríkirkjunnar og Kirstín Erna Blöndal söngkona.
Skráning fer fram í gegnum netfangið ernablondal@simnet.is eða orn@frikirkja.is en síðasti tími fyrir páska er í fyrramálið, fimmtudaginn 26. mars.

Vegna stuðnings Kvenfélags Fríkirkjunnar í Hafnarfirði við krílasálma er þátttaka í vetur án endurgjalds.

Á myndunum má sjá börnin kynnast skírnarfontinum og Ingu Harðardóttur þerra blauta fingur eftir buslið :)
... Sýna meiraSýna minna

Skoða á Facebook

25.03.15

Salernisaðstaða á miðhæðinni er nú óðum að taka á sig mynd en öll vinna við hana er annaðhvort unnin af félögum í bræðrafélagi kirkjunnar eða greidd af því.

Hér má sjá einn sjálfboðaliðann úr bræðrafélaginu að störfum nú í þessum skrifuðu orðum. Það er hinn handlagni þúsundþjalasmiður Eyjólfur Elíasson (maðurinn hennar Siggu prests) sem hér leggur flísar í óða önn og hann var svo önnum kafinn að hann mátti helst alls ekki vera að því að líta upp fyrir myndasmiðinn!

Áður hafði Reynir Kristjánsson, múrari, kórsöngvari, byggingatæknifræðingur og bræðrafélagi, flotað gólfið í félagi við Eyjólf um helgina og gert það svona líka rennislétt :)

Gert er ráð fyrir að salernisaðstaðan verði tilbúin í næstu viku en með henni batnar verulega aðstaða fyrir hreyfihamlaða því ekkert salerni hefur verið á miðhæðinni meðan safnaðarheimili kirkjunnar hefur verið í þessu gamla húsi.
... Sýna meiraSýna minna

Skoða á Facebook

Diana Osk Arnardottir, Helena Björk Rúnarsdóttir og 85 öðrum líkar þetta

Fríkirkjan í HafnarfirðiJá þetta skotgengur og svo skal nefna framlag Reynis Kristjánssonar, múrara, kórsöngvara, byggingatæknifræðings og bræðrafélaga sem flotaði gólfið ásamt Eyjólfi "í skjóli helgar" um daginn svo allt var bara tilbúið fyrir flísalögn þegar fólk kom til vinnu á mánudaginn :)4 dagar síðan   ·  2
Sjöfn JóhannsdóttirAlltaf duglegur hann Eyjólfur vinur minn !!!!!&&&&4 dagar síðan
Sigurbjörn GeirssonFlottur.4 dagar síðan
Jóna Hörpudóttirfrábært framtak :) vel gert :)4 dagar síðan

Skrá athugasemd á Facebook

24.03.15

Næsta sunnudag, pálmasunnudag 29. mars, hefjast fermingarmessur og tekur helgihald og starf okkar mið af því næstu vikurnar. Fermingar eru á sunnudaginn kl. 11 og 13 og því fellur sunnudagaskóli niður. Hann hefst aftur eftir páska.

Já, fermingarnar eru vorboðinn okkar og með þeim lýkur þeirri vegferð sem prestarnir og tónlistarfólkið hófu með unga fólkinu síðastliðið haust. Við kveðjum þennan efnilega hóp með fermingunni og þökkum fyrir ánægjulega samfylgd í vetur í þeirri von að við sjáumst aftur í kirkjunni sem oftast :)

(Ljósm.: Eva Björk Ægisdóttir.)
... Sýna meiraSýna minna

Skoða á Facebook

23.03.15

Nú er síðasta krúttakóræfingin fyrir páska í dag, mánudaginn 23. mars, og mæting samkvæmt venju í safnaðarheimilinu, fyrri hópur kl. 16:30 og sá síðari kl. 17:00. Sjáumst! ... Sýna meiraSýna minna

Skoða á Facebook

Villi Svansson, Patricia Bolwell Svansson og 20 öðrum líkar þetta

Sara BragadóttirHvað kostar að vera meðlimur í krúttkórnum?6 dagar síðan
Stefanía HjartardóttirTakk fyrir okkur. Alltaf svo gaman.5 dagar síðan   ·  1

Skrá athugasemd á Facebook

23.03.15

Nú eru upplýsingar um ritningarvers og æfingar fermingarhópa komnar á heimasíðuna okkar. Sjá hér: www.frikirkja.is/fermingar/ ... Sýna meiraSýna minna

Skoða á Facebook

20.03.15

Hér er góð mynd af þeim sr. Einari og Alberti Kristinssyni sem nýverið kvaddi þennan heim. Myndin var tekin fyrir fáum árum.

Albert var fundarstjóri aðalfunda safnaðarins síðastliðin ár en hafði orð á því á síðasta fundi það yrði í síðasta sinn. Forspár reyndist hann um það og hefur nú verið lagður hinstu til hvílu í Hvíldarbörðum en svo nefnist svæðið þar sem kirkjugarðurinn er nú á Öldunum.

Segir sagan að þar hafi fólk hvílst til forna á ferðum sínum. Rétt er að halda þessu til haga til heiðurs og í minningu Alberts sem á hverjum aðalfundi nefndi Hvíldarbörðin og Öldurnar í tengslum við ársreikning Kirkjugarðs Hafnarfjarðar sem jafnan er kynntur á þeim fundi.

Um Hvíldarbörð í tengslum við staðarval garðsins segir á vefsíðu kirkjugarðsins: "Haustið 1919 kusu söfnuðir kirknanna í Hafnarfirði fimm manna nefnd sem leggja átti drög að nýjum kirkjugarði. Bæjarstjórn lagði til kirkjugarðsstæði uppi á Öldum ofan og sunnan bæjarins á þeim stað sem kallast frá fornu fari Hvíldarbörð. Nafnið vísar til túnbala og moldarbarða þar sem bændur í kaupstaðarferð, vermenn og aðrir lestarmenn voru vanir að gera stans og hvíla sig áður en lagt var á Selvogsgötuna sem lá um austanverð börðin."
... Sýna meiraSýna minna

Skoða á Facebook

Sigríður Valdimarsdóttir, Kristín Jónatansdóttir og 62 öðrum líkar þetta

Soffia Kristinsdottirfín mynd blessuð sé minning hans ,.1 vika síðan   ·  3
Kári ValvessonHáttprúður og kankvís var Albert Kristinsson nágranni minn á Sléttahrauninu til áratuga. Það var eitt hús á milli okkar, þar bjó Bjössi bróðiri hans, líka látinn. Ég sakna þessara góðu manna, sem gáfu bara gott af sér, þó nokkuð ólíkir væru.Blessuð sé minning þeirra beggja.1 vika síðan   ·  3
Jóhann SímonarGóður drengur fallinn frá. Blessuð sé minning Albert Kristinsson.1 vika síðan   ·  1

Skrá athugasemd á Facebook

20.03.15

Það er alltaf fjör, fjölmennt og góðmennt í sunnudagaskólanum og nú verður fjölskylduguðsþjónusta á sunnudaginn, 22. mars kl. 11. Það er eiginlega "sunnudagaskólamessa" og alveg jafngaman í henni líka.

Allir velkomnir.

Sjáumst á sunnudaginn :)
... Sýna meiraSýna minna

Skoða á Facebook

17.03.15

Hér er skemmtileg mynd frá hátíðarmessunni 14. desember 2013 þegar haldið var upp á 100 ára afmæli kirkjunnar.

Ekki var útséð um að Sigga gæti verið með Einari í messunni vegna veikinda fyrr en á síðustu stundu en hún harkaði það af sér og stóð vaktina með sjóðheitan tebollann í hendinni nær allan tímann :)

Hér er verið að taka góðan sopa meðan Einar hefur orðið.
... Sýna meiraSýna minna

Skoða á Facebook

Sólveig Gísladóttir, Margrét Fjóla Jónsdóttir og 74 öðrum líkar þetta

Skoða eldri athugasemdir

Ágústa Kr AndersenÁ ekki að standa þarna 2013 😉2 vikur síðan   ·  1
Brynja TraustadóttirMerkilega góð gen í Siggu.... síðan 1913... Vel gert2 vikur síðan   ·  1
Soffia Kristinsdottirgaman að þessu ég held að ég hafi verið í messunni ,.2 vikur síðan
Árný AlbertsdóttirÉg hugsaði einmitt hvað hafa elst vel.2 vikur síðan
Daniel Dieter Meyerþau eru best :-)2 vikur síðan
Sigurbjörn GeirssonGóð mynd.2 vikur síðan
Helga Kristín GilsdóttirHún eldist virkilega vel þessi 😉2 vikur síðan

Skrá athugasemd á Facebook

17.03.15

Það er vor faðir vor :)

Við minnum á kyrtlamátun fermingarbarna í safnaðarheimilinu í dag.

Sjá nánar hér: www.frikirkja.is/fermingar/
... Sýna meiraSýna minna

Skoða á Facebook

15.03.15

Í dag er sunnudagaskóli kl. 11 og þar verður glatt á hjalla að vanda :)

Í kvöld kl. 20 er kvöldvaka með lokasamveru fermingarbarna og forráðamanna þeirra. Mikilvægt að allir mæti. Kórinn og hljómsveitin leiða sönginn. Eftir kvöldvökuna er boðið til léttra veitinga í safnaðarheimilinu.

Sjáumst!
... Sýna meiraSýna minna

Skoða á Facebook

Anna Hulda Oskarsdottir, Sigríður Valdimarsdóttir og 21 öðrum líkar þetta

Skoða eldri athugasemdir

Sjöfn JóhannsdóttirFallega kirkjan min2 vikur síðan
Sigurbjörn GeirssonJá vinaleg og falleg kirkja.2 vikur síðan
Patricia Bolwell Svanssonbeautiful2 vikur síðan
Helga GuðmundsdóttirLöngu flutt úr Hafnarfirði en alltaf er þetta fallega guðshús "kirkjan mín"!2 vikur síðan
Matthildur GudmundsdottirFalleg kirkja Alltaf svo notalegt að koma í kirkjuna2 vikur síðan

Skrá athugasemd á Facebook


Smellið hér til að fara yfir á Facebook síðu Fríkirkjunnar til að sjá eldri fréttir.