Sumarið í Fríkirkjunni

Eins og undanfarin sumur er lítið um almennar athafnir í kirkjunni yfir hásumarið. Starfssemi í safnaðarheimilinu er einnig í lágmarki og það minna opið en venjulega. Prestarnir standa þó í ströngu við giftingar, skírnir, útfarir og vikulegar heimsóknir með helgihaldi á Hrafnistu og Sólvang. Sr. Einar er í fríi í júlí, en sr. Sigríður Krístín kemur verður við störf í kirkjunni á sama [Lesa meira...]

Gíróseðlar í heimabanka – frjáls framlög

Enn á ný leitar Fríkirkjan í Hafnarfirði til safnaðarins með greiðsluseðla sem birtast munu í heimabanka. Um er að ræða frjáls framlög og það er vitanlega í valdi hvers og eins að greiða þessar 1.825 kr. Fríkirkjan er alfarið rekin á sóknargjöldum og framlögum eins og þessum. Laun prestanna, tónlistarstjóra og rekstur á kirkjunni og safnaðarheimilinu greiðast af sóknargjöldum. Prestar [Lesa meira...]

Fríkirkjan og Austurgötudagurinn 17. júní

13407137_469417276600131_9114366790775337566_n

17. júní ætlar Fríkirkjan í Hafnarfirði að taka þátt í Austurgötuhátíðinni. Kirkjan verður opin frá kl. 14:30 til 16:30 og þar verður flutt fjölbreytt tónlistardagskrá. Tónlistarstjóri kirkjunnar Örn Arnarson mun stjórna dagskránni og mun án efa bjóða okkur upp á allskonar tónlistarkonfekt. Endilega komið við og njótið - allir velkomnir.

Hjólreiðamessa 12. júní

Hjólreiðamessa-2-2016-353x500

Eins og undanfarin ár verður hjólað á milli kirkna í Hafnarfirði og Garðabæ  snemmsumars.  Hjólað verður frá Ástjarnarkirkju og komið við í Fríkirkjunni kl. 10:50. Sjá annars dagskrá sem fylgir meðfylgjandi auglýsingunni. Þetta er sameiginlegur viðburður kirkjusóknanna á svæðinu og verið vinsæll undanfarin ár. Spáð er fínu hjólaveðri og mildu og upplagt fyrir fjölskyldur að hjóla saman. [Lesa meira...]