Fréttir

Hvatning, fjáröflun og þakkir :)

Skráð 23/02/2015

1980293_1490598344535100_497832216163715415_oFríkirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði er sjálfstætt trúfélag sem við höfum valið að tilheyra.

Helstu tekjur okkar eru safnaðargjöldin en þeim skilar ríkissjóður til okkar mánaðarlega og fer upphæðin eftir því hversu margir einstaklingar 16 ára og eldri eru skráðir í söfnuðinn. Þetta er aðaltekjustofninn okkar en hann notum við til að greiða stóran hluta kostnaðar af safnaðarstarfinu, þar með talin laun presta og annars starfsfólks. Þess má geta að þjóðkirkjusöfnuðir hafa samskonar tekjur (og reyndar meira til), þ.e. sóknargjöld og fleira, en ríkissjóður greiðir að auki laun presta þeirra. Það munar um minna.

Þess vegna skiptir okkur svo miklu máli að allir sem njóta þjónustu prestanna okkar, tónlistarfólksins eða annarra séu skráðir hér í söfnuðinn. Sjá nánar hér: http://www.frikirkja.is/skraning/

Því miður duga þessar tekjur ekki einar sér enda erum við t.d. með tvö gömul hús, kirkjuna og safnaðarheimilið sem þurfa stöðuga „umönnun“ og viðhald, og þess vegna leitum við reglulega til safnaðarfólks um fjárhagslegan stuðning auk þess sem einstaklingar og fyrirtæki styðja við okkur og ekki má gleyma kvenfélaginu og bræðrafélaginu. Framundan eru fjárfrekar framkvæmdir við kirkjuna, s.s. að gera við kór kirkjunnar utanverðan, við þurfum að mála alla kirkjuna að utan og skipta um flestar rúður í gluggum á suðurhlið svo eitthvað sé nefnt. Kostnaðurinn skiptir milljónum króna.

Á morgun og næstu daga mun fjölmargt safnaðarfólk fá bréf frá okkur þar sem ýmislegt um starf okkar er rakið og óskað eftir stuðningi. Í tengslum við efni bréfsins stofnum við til fjáröflunar gegnum heimabanka þar sem við óskum eftir framlagi að fjárhæð 1.750 kr. auk seðilgjalds.

Við vonum að sem flest ykkar sjáið ykkur fært að leggja ykkar af mörkum í þetta sinn og þökkum innilega allan veittan stuðning.

Nánari upplýsingar veitir Jóhann Guðni Reynisson, formaður safnaðarstjórnar, johann@frikirkja.is, í síma 665 8928 eða í skilaboðum á Facebooksíðunni okkar. Sjá meira um Fríkirkjuna hér á heimasíðunni okkar, www.frikirkja.is.28.02.15

Sunnudagaskólafjörið hefst kl. 11 í kirkjunni sunnudaginn 1. mars þar sem hljómsveitin okkar leiðir sönginn af sinni alkunnu snilld.

Kvöldmessa kl. 20 - kór og hljómsveit kirkjunnar leiða söng undir stjórn Arnar Arnarsonar.

Verið öll hjartanlega velkomin!
... Sýna meiraSýna minna

Skoða á Facebook

26.02.15

Á dögunum unnu þeir Einar Sveinbjörnsson og Benedikt Kristjánsson að málningarvinnu við salernisaðstöðu sem bræðrafélag kirkjunnar er að útbúa á miðhæð safnaðarheimilisins en þar hefur lengi vantað slíkt afdrep, ekki síst fyrir hreyfihamlaða.

Nú er bræðrafélagið sem sagt að ráða bót á því og ekki annað að sjá en menn njóti þess að sinna þessu mikilvæga verkefni :)
... Sýna meiraSýna minna

Skoða á Facebook

23.02.15

Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði er sjálfstætt trúfélag sem við höfum valið að tilheyra.

Helstu tekjur okkar eru safnaðargjöldin en þeim skilar ríkissjóður til okkar mánaðarlega og fer upphæðin eftir því hversu margir einstaklingar 16 ára og eldri eru skráðir í söfnuðinn. Þetta er aðaltekjustofninn okkar en hann notum við til að greiða stóran hluta kostnaðar af safnaðarstarfinu, þar með talin laun presta og annars starfsfólks. Þess má geta að þjóðkirkjusöfnuðir hafa samskonar tekjur (og reyndar meira til), þ.e. sóknargjöld og fleira, en ríkissjóður greiðir að auki laun presta þeirra.

Þess vegna skiptir okkur svo miklu máli að allir sem njóta þjónustu prestanna okkar, tónlistarfólksins eða annarra séu skráðir hér í söfnuðinn. Sjá nánar hér: www.frikirkja.is/skraning/

Því miður duga þessar tekjur ekki einar sér enda erum við t.d. með tvö gömul hús, kirkjuna og safnaðarheimilið sem þurfa stöðuga "umönnun" og viðhald, og þess vegna leitum við reglulega til safnaðarfólks um fjárhagslegan stuðning auk þess sem einstaklingar og fyrirtæki styðja við okkur og ekki má gleyma kvenfélaginu og bræðrafélaginu. Framundan eru fjárfrekar framkvæmdir við kirkjuna, s.s. að gera við kór kirkjunnar utanverðan, við þurfum að mála alla kirkjuna að utan og skipta um flestar rúður í gluggum á suðurhlið svo eitthvað sé nefnt. Kostnaðurinn skiptir milljónum króna.

Á morgun og næstu daga mun fjölmargt safnaðarfólk fá bréf frá okkur þar sem ýmislegt um starf okkar er rakið og óskað eftir stuðningi. Í tengslum við efni bréfsins stofnum við til fjáröflunar gegnum heimabanka þar sem við óskum eftir framlagi að fjárhæð 1.750 kr. auk seðilgjalds. Fleiri leiðir eru færar, sjá t.d. hér: www.frikirkja.is/styrkja/

Við vonum að sem flest ykkar sjáið ykkur fært að leggja ykkar af mörkum í þetta sinn og þökkum innilega allan veittan stuðning.

Nánari upplýsingar veitir Jóhann Guðni Reynisson, formaður safnaðarstjórnar, johann@frikirkja.is, í síma 665 8928 eða í skilaboðum hér á Facebooksíðunni okkar. Sjá meira um Fríkirkjuna á www.frikirkja.is.
... Sýna meiraSýna minna

Skoða á Facebook

23.02.15

Þau Ólöf Eyjólfsdóttir staðarhaldarinn okkar og Kári Valvesson bræðrafélagi tóku sig vel út við að brjóta blöð í sögu safnaðarins nú á föstudaginn.

Bréfin fara í póst í dag og mörg ykkar munu eflaust fá þau inn um lúguna á næstu dögum en með þeim viljum við bæði hvetja ykkur til dáða í starfsemi safnaðarins og þakka allt það góða sem þið hafið lagt okkur til í áranna rás :)
... Sýna meiraSýna minna

Skoða á Facebook

22.02.15

Það var stuð og stemmning í sunnudagaskólanum í morgun og alveg ljóst að fólk lætur veðrið engin áhrif hafa á sig og mætir í kirkjuna sína þótt svolítið næði um hæðir og hóla.

Þær Ragga og Edda fóru á kostum og hljómsveitin leiddi sönginn af sinni alkunnu snilld enda tónlistin í hávegum höfð. Hinn hálslangi Konni sem er loðinn og mjúkur með gulan gogg, vakti mikla athygli og lukku að vanda og svo var sungið fullum hálsi :)

Sjáumst næsta sunnudag!
... Sýna meiraSýna minna

Skoða á Facebook

Kristrún Bjarnadóttir, Villi Svansson og 23 öðrum líkar þetta

Astrid ReynisdóttirSkemmtilegar myndir :D5 dagar síðan
Helena Björk RúnarsdóttirYndislegar myndir og takk fyrir frábæra stund :)6 dagar síðan
Jóna Hörpudóttirmikið verð ég nú að fara að gera mér ferð til ykkar :)6 dagar síðan

Skrá athugasemd á Facebook

20.02.15

Sunnudaginn 22. febrúar sameinast okkar sprellfjörugi sunnudagaskóli og sunnudagsguðsþjónustan í fjölskyldusamveru kl. 11.

Fræðandi og skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna þar sem hið víðfræga Fríkirkjuband spilar og leiðir söng!

Sjáumst á sunnudaginn :)
... Sýna meiraSýna minna

Skoða á Facebook

Unnur Sigfúsdóttir, Herdís Matthildur Guðmundsdóttir og 23 öðrum líkar þetta

Sheila FitzgeraldLove them1 vika síðan
Lilja Sólrún GuðmundsdóttirÞessar tvær eru flottar 😄7 dagar síðan

Skrá athugasemd á Facebook

18.02.15

Í dag er öskudagur og þær Ásdís Jósefsdóttir og María Rún Jóhannsdóttir komu í heimsókn í safnaðarheimilið eftir hefðbundinn leiðangur gegnum miðbæinn. Hér eru þær með sr. Einari :) ... Sýna meiraSýna minna

Skoða á Facebook

Hilmar Þór Ársælsson, Guðrún Pálsdóttir og 23 öðrum líkar þetta

Sjöfn JóhannsdóttirHeppnar að hitta svona flottan prest !!!!1 vika síðan

Skrá athugasemd á Facebook

17.02.15

Gróa Frímannsdóttir færði okkur á dögunum ljósmynd að gjöf en hún bjó lengi hér við Austurgötuna. Hún telur að fyrirsætan á myndinni sé Guðmundur Sigurjónsson sonur hennar. Hann er fæddur 1948 og gæti verið þriggja eða fjögurra ára þegar myndin var tekin. Ljósmyndari S.E. Vignir.

Allavega er ljóst af þeim breytingum sem gerðar voru á kirkjunni 1930 annars vegar og 1955 hins vegar að myndin er tekin á árabilinu þar á milli og því er ekki ólíklegt að Gróa hafi rétt fyrir sér.

Myndina og strákhnokkann má sjá á meðfylgjandi myndum. Við færum Gróu innilegar þakkir fyrir myndina enda þykir okkur alltaf gaman að eignast myndir af kirkjunni og úr starfinu :)
... Sýna meiraSýna minna

Skoða á Facebook

16.02.15

Á miðvikudögum eru foreldramorgnar kl. 10 í safnaðarheimilinu og á fimmtudögum eru krílasálmar í kirkjunni kl. 10:30.

Foreldramorgnar eru fyrir foreldra ungra barna sem vilja hittast með börnin með sér og spjalla saman í notalegu umhverfi. Það er Sigurborg Kristinsdóttir ljósmóðir sem hefur umsjón með þessum stundum. Ekki þarf að skrá sig sérstaklega og þátttaka er án endurgjalds.

Krílasálmar eru tónlistarnámskeið fyrir börn á aldrinum 3ja -24ra mánaða. Námskeiðið fer fram í kirkjunni á fimmtudögum frá 10:30 til 11:15 Umsjónarmenn eru Inga Harðardóttir guðfræðingur, Örn Arnarson, tónlistarstjóri Fríkirkjunnnar og Kirstín Erna Blöndal söngkona. Skráning fer fram í gegnum netfangið ernablondal@simnet.is eða orn@frikirkja.is. Starfið nýtur stuðnings kvenfélags kirkjunnar og er þátttaka án endurgjalds.

Verið velkomin!
... Sýna meiraSýna minna

Skoða á Facebook