Sunnudagaskólinn 30. október

14657264_513295715545620_4572035398877885309_n

Sunnudagaskólinn er á sínum stað nú 30. október og kl. 11 eins og vant er. Alltaf eitthvað óvænt á seyði, gleði, söngur, leikur og fræðsla. Gaman að segja frá því að áhugin hefur verið mikill og góð þátttaka það sem af er hausti hjá "börnum" á öllum aldri.

Höfðingleg myndagjöf

14889744_516789255196266_5537382271738688634_o

Góðvinur Fríkirkjunnar og Hafnfirðingur, Ásmundur Stefánsson, hefur um árabil safnað gömlum myndum af byggðinni í Hafnarfirði.  Þær eru frá ýmsum tímum, sú elsta frá því fyrir aldamótin 1900 og nýjasta frá því um 1980.  Ásmundur hefur rammað inn myndirnar sem eru yfir 20  af natni og alúð. Meiningin er að hengja þær allar upp til frambúðar hér í safnaðarheimilinnu og verða þannig aðgengilegar [Lesa meira...]

Fríkirkjan á Sólvangi

20161023_150809-2

Fríkirkjusöfnuðurinn og Sólvangur eiga í góðu samstarfi og þrisvar til fjórum sinnum á ári er messað á Sólvangi og altaf á aðventunni.  Sl. sunnudag 23. október var slík stund á Sólvangi.  Var meðfylgjandi mynd tekin af því tilefni. Einar Eyjólfsson predikaði og fjallaði um sálmaskáldið góða Matthías Jochumsson og boðskap hans.  Kirkjukórinn var fjölmennur og þriggja mann Fríkirkjubandið lék [Lesa meira...]

Fermingarfræðslan á þriðjudögum og kvöldvaka nk. sunnudag, 23. október

imagehandler-ashx

  Athugið að fermingarfræðslan í kvöld og eins næsta þriðjudag er kl. 18:30.  Sorgarumfjöllun fyrir hópa A og B 17. okt. Næsta þriðjudag (24.)  er sama fræðsla fyrir hópa C og D. Á sunnudaginn er kvöldvaka og við fáum Guðbrand Árni Ísberg sálfræðing í heimsókn sem ætlar að fjalla um það að tilheyra. Hann gaf út bókina Í nándinni – Innlifun og umhyggja um kjölfestu hamingjunnar: [Lesa meira...]

Hljómsveitin Eva á kvöldvöku 16. október

28108_hljomsveitin_eva

Kl. 11 er sunnudagskólinn með sínum söng og ánægju ! Við eigum síðan von á góðum gestum á kvöldvöku kl. 20 á sunnudag. Hljómsveitin Eva ætlar að flytja texta, en það verður líka sungið. Hljómsveitin Eva er popphljómsveit sem spilar kántrískotið femínískt pönk með þýðum og þjóðlegum undirtón.Hljómsveitin samanstendur af tónlistarkonunum og sviðshöfundunum Sigríði Eir Zophoníasardóttur og [Lesa meira...]