Sigurvin Lárus Jónsson til starfa í Fríkirkjunni

Annar prestur Fríkirkjunnar, hún Sigríður Krístín Helgadóttir verður frá um tíma vegna veikinda. Í skarðið á meðan hleypur Sigurvin L. Jónsson og bjóðum við hann velkominn til starfa. Sigurvin Lárus Jónsson er Reykvíkingur að upplagi en móðurfjölskylda hans er úr Hafnarfirði. Sigurvin lauk guðfræðiprófi 2006 og hefur þjónað sem æskulýðsprestur og prestur við Neskirkju og Laugarneskirkju. [Lesa meira...]

Kirkjustarfið fer af stað um helgina

Sunnudaginn 12. janúar verður helgihald í Fríkirkjunni á nýlökkuðu og fínu kirkjugólfinu! Sunnudagaskólinn kl. 11. Guðsþjónusta kl.13. Fermingarstarfið hefst á ný. Fermigarbörn og foreldrar beðin að mæta. Hópar A og B hittast svo þriðjudaginn 14. janúar.