Fermingar sunnudaginn 7. maí

Screen Shot 2017-05-04 at 17.11.32

Nk. sunnudag verða fermdir tveir hópar í Fríkirkjunni. Sá fyrri kl. 11 og síðari kl. 13. Myndin sem fylgir var tekin á pálmasunnudag, en hún er ævinlega falleg ganga barnanna með prestunum niður kirkjutröppurnar og yfir í safnaðarheimili að lokinni athöfn.    

Einstaklega vel heppnuð vorhátíð Fríkirkjunnar

20170430_112227

Það var með blendnum söknuði að fara með vorhátíð Fríkirkjunnar úr Kaldársseli þar sem hún hefur verið frá 1991.  Með litlum fyrirvara var flutningur auglýstur á Thorsplan.  Byrjaði ekki vel þegar stór vatnspollur tók á móti okkur á miðju torginu eftir rigningarnar að undanförnu.  En Slökkviliðið svaraði kalli og vatninu var dælt í næsta niðurfall áður en fólk tók að streyma að. Vorhátíðin [Lesa meira...]

30. apríl: Vorhátíðin í Kaldárseli færist á Thorsplan.

Thorsplan

Kæru vinir sunnudaginn 30. apríl verður vorhátíðin okkar á Thorsplani kl. 11:00. Vegna óviðráðanlegra ástæðna getum við ekki haldið hátíðina okkar í Kaldárseli að þessu sinni en við gerum að sjálfsögðu bara gott úr öllu og verðum með fjölskylduhátíðina og síðasta sunnudagaskólann okkar á Thorsplani. Hátíðin hefst kl. 11:00 þegar að við teljum í sunnudagaskólann en þar verður fléttað inn [Lesa meira...]

Munið sunnudagaskólann 23. apríl kl. 11

Screen Shot 2017-04-21 at 13.24.39

Sunnudagaskólinn er á sínum stað komandi sunnudag 23. apríl kl. 11.  Þær Ragga og Edda halda uppi fræðslu og stemmingu. Munið að það styttist síðan í Kaldársel sunnudaginn þar á eftir 30. apríl !   Áður auglýst messa á vegum kvennakirkjunnar á sunnudag hefur verið flutt til haustsins.  

Þrjár fermingar á sumardaginn fyrsta

20170409_131014_HDR

Margir kjósa að fermast í Fríkirkjunni á sumardaginn fyrsta.  Fyrir honum sem fermingardegi er áratugahefð. Nú 20. apríl verða þrjár fermingar, kl. 10, kl. 12 og kl. 14.   Myndin sem hér fylgir var tekin á pálmasunnudag í blíðunni sem þá var. Fermingar voru einnig þrjár þann dag.