15. október. Sunnudagaskóli kl.11 og kvöldvaka kl. 20

  Sunnudagaskólinn á sínum stað.  Mjög góð þátttaka hefur verið í sunnudagaskólanum þetta haustið.   Örn Arnarson, tónlistarstjóri Fríkirkjunnar í Hafnarfirði býður til kvöldvöku. Örn stjórnar kór Fríkirkjunnar í Hafnarfirði og er gítarleikari og söngvari. Á sunnudaginn ætlar hann að leiða okkur inn í heim sálmanna bæði í tali og tónum. Erni tekst á á sinn einstaka og [Lesa meira...]

Fríkirkjan sem útfararkirkja

Fríkirkjan í Hafnarfirði er eftirsótt útfarakirkja þó hún sé langt í frá stærsta kirkja landsins.  Hún tekur með góðu móti 200-250 gesti í sæti og fleiri sé þröngt setinn bekkurinn. Í kirkjunni fæst nánd sem margir sækjast eftir og umhverfið er hlýlegt og persónulegt. Myndina tók  Guðni Gíslason á Fjarðarfréttum nýlega þegar hann kvaddi vin sinn undir fögrum regnboga og [Lesa meira...]

8. október: Sunnudagaskóli kl. 11 og kvöldmessa kl. 20

Sunnudaginn 8. október.  Kvöldmessa með altarisgöngu.  Sr. Sigga þjónar og messar og kirkjukórinn syngur. Guðspjallið minnir á að það sem Jesús hafði að segja var alveg nýtt fyrir samferðamanninn.  "Hann ögraði ríkjandi skilningi manna og því höfðu þeir gætur á honum" eins og segir í guðspjallinu. Hann braut m.a. þær háheilögu reglur sem giltu um hvíldardaginn með því að setja kærleksverkið í [Lesa meira...]

1. október: Kaffisala kvenfélagsins kl. 15, guðsþjónusta kl. 14 og sunnudagaskóli kl. 11

Mikil dagskrá í Fríkirkjunni verður sunnudaginn 1. október. Í guðsþjónustunni kl. 14 verður barn borið til skírnar.  Krílakórarnir og barnakórinn munu syngja og síðan vitanlega kirkjukórinn.  Sr. Einar mun leiða stundina. Eftir Guðsþjónustuna verður kaffisala kvenfélagsins. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir í messuna . Svo er það nú bara þannig að það má enginn missa af kaffisölu [Lesa meira...]