• Aðventuheimsóknir

    2. desember 2021

    Það er fátt sem gleður starfsfólk Fríkirkjunnar í Hafnarfirði meira á aðventunni en að taka á móti börnum úr leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar. Það er um leið ákveðin boðberi jólanna að fá börnin í heimsókn til okkar í fallegu kirkjuna. Eftir að þau fá að heyra jólaguðspjallið og syngja með okkur skemmtileg jólalög, færa þau sig yfir í safnaðarheimilið þar sem þau fá heitt súkkulaði og piparkökur áður en þau halda aftur til baka í skólann sinn.

Forsíða2025-10-13T14:59:06+00:00

Skráning í Fríkirkjuna

Það er auðvelt að skrá sig í Fríkirkjuna í Hafnarfirði. Skráning fer fram í gegnum vefsíðu Þjóðskrár.

Sunnudagur 17. febrúar: Sunnudagskóli kl. 11 og kvöldvaka kl. 20.

Sunnudagaskólinn er eins og alltaf kl. 11.  Erna og Edda vera saman og stjórna söng og sprelli með Rabba og félögum.   Á kvöldvökunni kl. 20 verður  vatnið í umverfi okkar þema kvöldsins.  Meira að segja tónlistin verður "vatnskennd". Þema er vatnið okkar og Inga Dóra Hrólfsdóttir framkvæmdastjóri Veitna mun koma og segja frá á ...

13. febrúar 2019|

40 nýjar konur í Kvenfélagi Fríkirkjunnar

Aðalfundur Kvenfélagsins var haldinn þriðjudaginn 5. febrúar s.l. Fundurinn hófst á erindi frá Matta Oswald um hamingjuna og gildi þess að gefa af sér og taka þátt í félagsstörfum. Mæting fór fram úr björtustu vonum en á fundinn mættu yfir 40 félagskonur og gestir. Farið var yfir starf vetrarins sem hefur verið líflegt og alltaf ...

8. febrúar 2019|

Helgin 9. til 10. febrúar – sunnudagaskóli kl. 11 og guðsþjónusta kl. 13 – aðalfundur Bræðrafélagsins

Dagskráin í kirkjunni komandi helgi er eftirfarandi:   Bræðrafélagið er með sinn aðalfund á laugardagmorguninn 9. febrúar kl. 11.  Allir velkomnir.   Sunnudagur 10. febrúar kl. 11.  Sunnudagaskólinn – frést hefur að Rebbi sé svangur þrátt fyrir að hafa borðað hálfan ísskáp og einn ullarsokk – óvart! Gleðibandið leikur undir og Edda og Elfa Sif ...

6. febrúar 2019|

Fjölgun í Fríkirkjunni í Hafnarfirði

Í frétt frá Þjóðskrá kemur fram að í Fríkirkjunni í Hafnarfirði fjölgaði um 17 manns á tveimur mánuðum, í desember og janúar. Síðast þegar var talið vantði aðeins 13 manns upp á að ná tölunni 7.000. Á einu ári frá 1. desember 2017 fjölgaði um 187 hjá okkur og er það í samræmi við þróun ...

6. febrúar 2019|




Helgihald 2025

19. október: Sunnudagaskóli kl. 11:00 og kvöldvaka kl. 20:00

26. október: Sunnudagaskóli kl. 11:00 með Eddu og Einar

2. nóvember: Sunnudagaskóli kl. 11:00 og Allra heilagra messa kl. 20:00

9. nóvember: Sunnudagaskóli kl. 11:00

16. nóvember: Sunnudagaskóli kl. 11:00 og kvöldmessa kl. 20:00

23. nóvember: Sunnudagaskóli kl. 11:00

30. nóvember: Sunnudagaskóli kl. 11:00 Samverustund á aðventu með fermingarfjölskyldum kl. 13:00-14:00 og 14:30-15:30

7. desember: Sunnudagaskóli kl. 11:00 og aðventukvöld kl. 20:00

14. desember: Jólaball sunnudagaskólans í Hellisgerði kl. 11:00

Safnaðarstarf hefst aftur

í september/október!



Mánudagar

16:30 Krílakór yngri
17:00 Krílakór eldri

Æfingar hefjast 6. október og fara fram á Reykjavíkurvegi 68 2. hæð.

Þriðjudagar

10:30 – 11:10 Krílasálmar fara fram í kirkjunni – Krílasálmar hefjast 9. september

16:30 – 18:30 Fermingarstarf

Miðvikudagar

18:30 – 21:00 Fríkirkjukórinn æfing

Fimmtudagar

Barnakór fyrir börn á sjötta ári og upp úr. Öll börn hjartanlega velkomin

kl. 17:00 – 17:45

Æfingar hefjast 25. september og munu fara fram á Reykjavíkurvegi 68 2. hæð

Fyrsta þriðjudag í mánuði:

Kvenfélagið kl. 20:00

Annan þriðjudag í mánuði:

Prjónagleði – Upplýsingar á facebooksíðunni Prjónagleði Fríkirkjunnar í Hafnarfirði 2025-2026

Samfélagsmiðlar

Opnunartími

Alla virka daga

Starfsfólk

Allar upplýsingar um netföng og símanúmer eru hér

Fríkirkjan í Hafnarfirði

Linnetsstíg 6
220 Hafnarfirði
Sími: 565 3430

Skráning í Fríkirkjuna í Hafnarfirði

Go to Top