• Sunnudagaskóli FELLUR NIÐUR 14. nóvember

    12. nóvember 2021

    Kæru vinir, Í ljósi samkomutakmarkanna sem taka gildi laugardaginn 13. nóvember, höfum við ákveðið að fella niður Sunnudagaskólan þann 14. nóvember. Við vonumst til að geta tekið á móti ykkur fljótlega aftur. Þangað til, gætið að einstaklingsbundnum sóttvörnum og verið góð við hvort annað. Kærleikskveðja prestar og starfsfólk Fríkirkjunnar í Hafnarfirði.

Forsíða2025-06-18T11:31:58+00:00

Skráning í Fríkirkjuna

Það er auðvelt að skrá sig í Fríkirkjuna í Hafnarfirði. Skráning fer fram í gegnum vefsíðu Þjóðskrár.

105 ár frá vígslu Fríkirkjunnar í Hafnarfiði

14. desember verða 105 ár frá vígslu Fríkikjunnar í Hafnarfirði. Stofnfundur Fríkirkjusafnaðarins var sumardaginn fyrsta 1913.  Kirkjan stóð fullbúin og vígð 14. desember sama ár af fyrsta presti safnaðarins  Ólafi Ólafssyni.  Það var trésmiðjan Dvergur sem stóð svo snöfurmannlega að verki, umsamið verð eftir tilboð: 7.900 kr. Fríkirkjan var síðasta tvílofta timburkirkjan sem reist var ...

12. desember 2018|

Laugardagur 8. des. kl. 16 – Jólatónleikar Fríkirkjukórsins.

Fríkirkjukórinn heldur sína árlegu jólatónleika, nk. laugardag kl. 16 í Fríkirkjunni í Hafnarfiði. Allir hjartanlega velkomnir og miðar seldir við innganginn. Verð 2.500 kr en frítt fyrir börn 12 ára og yngri. Ljúf aðventustund og fallegur söngur !

5. desember 2018|

9. desember kl. 11. Sunnudagaskóli og vinamessa

Sunnudaginn 9. desember kl. 11:00 verður vinamessa í Fríkirkjunni. Í vinamessu barnanna ætla krílakórarnir og barnakórinn að syngja um vinskapinn og okkar fallega og dýrmæta líf. Hljómsveit skipuð þeim Guðmundi Pálssyni, bassaleikara, Bjarma Hreinssyni, píanóleikara, Gísla Gamm, trommuleikara og Erni Arnarsyni, gítarleikara og tónlistarstjóra kirkjunnar spila með börnunum og við fáum skemmtilega heimsókn Dúó Stemmu. ...

5. desember 2018|

Enn fjölgar í Fríkirkjunni í Hafnarfirði – Grein í Fréttablaðinu 6. des.

Enn fjölgar í Fríkirkjunni í Hafnarfirði Við í Fríkirkjunni í Hafnarfirði búum við þá ánægjulegu staðreynd að á síðasta ári fjölgaði um 170 manns og telur nú söfnuðurinn 6.800 manns. Árleg fjölgun hefur verið í mörg ár og söfnuðurinn meira en tvöfaldast að stærð frá því skömmu fyrir aldamót. Af þessu „lúxusvandamáli“ okkar í Fríkirkjunni ...

5. desember 2018|




Helgihald

Sumarmessur í Garðakirkju

Sumarmessurnar í Garðakirkju verða kl. 11:00 alla sunnudaga í júní, júlí og ágúst.

Sumarmessurnar eru samstarfsverkefni kirknanna á Álftanesi, í Garðabæ og Hafnarfirði. Sóknirnar eru: Ástjarnarsókn, Bessastaðasókn, Garðasókn, Hafnarfjarðarsókn, Víðistaðasókn og Fríkirkjan í Hafnarfirði. Messuhaldið skiptist á milli presta, tónlistar- og starfsfólks kirknanna.

Safnaðarstarf hefst aftur

í byrjun september!


Mánudagar

16:30 Krílakór yngri
17:00 Krílakór eldri

Þriðjudagar

10:30 – 11:10 Krílasálmar

17:00 – 19:00 Fermingarstarf

Miðvikudagar

18:30 – 21:00 Fríkirkjukórinn æfing

Fimmtudagar

17:00 – 17:30 Litli kór

17:30 – 18:15 Barnakór Fríkirkjunnar

18:30 – 19:45 Syngjum saman – Tónlistin er hjartans mál – verið öll hjartanlega velkomin.

Fyrsta þriðjudag í mánuði: Kvenfélagið kl. 20:00
Annan þriðjudag í mánuði: Prjónagleði kl. 19:30

Samfélagsmiðlar

Opnunartími

Alla virka daga

Starfsfólk

Allar upplýsingar um netföng og símanúmer eru hér

Fríkirkjan í Hafnarfirði

Linnetsstíg 6
220 Hafnarfirði
Sími: 565 3430

Skráning í Fríkirkjuna í Hafnarfirði

Go to Top