Dymbilvika og páskar
Föstudagurinn langi Samvera við krossinn kl. 17 Fríkirkjukórinn og Fríkirkjubandið flytja fallega tónlist undir stjórn Arnar Arnarsonar tónlistarstjóra. Kirstín Erna Blöndal syngur einsöng. Páskadagur Hátíðarguðsþjónusta kl. 08. Fríkirkjukórinn syngur. Skarphéðinn Þór Hjartarson leikur á orgel, Örn Arnarson leikur á gítar. Björk Níelsdóttir syngur einsöng. Eftir guðsþjónustuna leggjumst við í mikla páskaeggjaleit með ...
Frjáls framlög til safnaðarstarfsins
Fríkirkjan leitar nú til safnaðarfólks um frjáls framlög til safnaðarstarfsins. Að þessu sinni er frjálsa framlagið 2.400 kr. og birtist í heimabanka með ógreiddum reikningum en er valgreiðsla. Allir ógreiddir seðlar falla niður í byrjun maí n.k. Sérstaða Fríkirkjunnar í Hafnarfirði liggur m.a. í fjárhagslegu sjálfstæði hennar. Sóknargjöldin, sem eru skattur sem allir landsmenn ...
Viltu eiga kirkjuna með okkur? ❤️
Góðu vinir, við hvetjum ykkur öll til að kíkja á skráninguna ykkar í trúfélag en það getið þið gert hér: Trúfélagsskráning Fríkirkjan í Hafnarfirði stendur á kletti í hjarta Hafnarfjarðar og umvefur fallega bæinn okkar og öll sem þar búa. Fríkirkjan tekur fallega á móti öllu því fjölbreytta fólki sem samfélagið byggir. Verið hjartanlega velkomin ...
Fríkirkjuhátíð 12. mars kl. 11
Sunnudaginn 12. mars verður sannkölluð hátíð í Fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 11, þar sem við fögnum því að vera til og tjöldum til öllu okkar góða starfi. Messan er fjölskylduvæn gæðastund þar sem gleðin ræður ríkum og hentar fyrir okkur öll, frá yngstu krílum upp í heldri borgara - fyrir krakka með hár og ...
9. nóvember: Sunnudagaskóli kl. 11:00
16. nóvember: Sunnudagaskóli kl. 11:00 og kvöldmessa kl. 20:00
23. nóvember: Sunnudagaskóli kl. 11:00
30. nóvember: Sunnudagaskóli kl. 11:00 og samverustund á aðventu með fermingar – fjölskyldum kl. 13:00 – 14:00 og 14:30-15:30
7. desember: Sunnudagaskóli kl. 11:00 og aðventukvöld kl. 20:00
14. desember: Jólaball sunnudagaskólans í Hellisgerði kl. 11:00
24. desember: Aftansöngur á aðfangadag kl. 18:00 og jólasöngvar á jólanótt kl. 23:30
25. desember: Jólasöngvar fjölskyldunnar kl. 14:00
31. desember: Aftansöngur á gamlársdag kl. 18:00
Mánudagar
Krílakórar:
16:30 Krílakór yngri
17:00 Krílakór eldri
Æfingar fara fram á Reykjavíkurvegi 68 2. hæð.
Þriðjudagar
Krílasálmar:
10:30 – 11:10 Krílasálmar fara fram í kirkjunni
16:30 – 18:30 Fermingarstarf
Miðvikudagar
Fríkirkjukórinn:
18:30 – 21:00 æfing
Fimmtudagar
Barnakór:
Öll börn eru hjartanlega velkomin kl. 17:00 – 17:45. Æfingar fara fram á Reykjavíkurvegi 68
Fyrsta þriðjudag í mánuði:
Kvenfélagið kl. 20:00
Prjónagleði – Upplýsingar á facebooksíðunni Prjónagleði Fríkirkjunnar í Hafnarfirði 2025-2026
Samfélagsmiðlar
Opnunartími
Alla virka daga
Fríkirkjan í Hafnarfirði
Linnetsstíg 6
220 Hafnarfirði
Sími: 565 3430

