• Við bjóðum sr. Ingu Harðardóttur hjartanlega velkomna til starfa.

    23. janúar 2025

    Elsku vinir!Það berast skemmtilegar fréttir úr Fríkirkjunni en á komandi hausti bætist í starfsmannahópinn okkar góða þegar sr. Inga Harðardóttir gengur til liðs við okkur sem prestur kirkjunnar. Inga er ekki ókunnug Fríkirkjunni en hún starfaði hjá okkur um nokkurra ára skeið í fjölbreyttu starfi kirkjunnar samhliða námi í guðfræði. Síðustu ár hefur hún verið prestur íslenska safnaðarins í Noregi þar sem hún hefur verið búsett ásamt fjölskyldu sinni. Við þetta tilefni ætlar sr. Einar að minnka starfshlutfallið sitt í hálft starf eftir rúm 40 ár í kirkjunni okkar fallegu. Safnaðarfólki Fríkirkjunnar hefur fjölgað verulega á síðustu árum og telur ...

Forsíða2025-10-13T14:59:06+00:00

Skráning í Fríkirkjuna

Það er auðvelt að skrá sig í Fríkirkjuna í Hafnarfirði. Skráning fer fram í gegnum vefsíðu Þjóðskrár.

Sunnudagaskóli og útvarpsmessa 15. janúar

Góðu vinir, nú er starfið okkar komið aftur af stað eftir jólin og fjör og gleði framundan. Næstu helgi verður sunnudagaskólinn á sínum stað kl. 11, þar sem Erna og Milla taka á móti skemmtilegum sunnudagaskólavinum og Fríkirkjubandið heldur uppi stuðinu. Við bregðum líka aðeins út af vananum, en í stað kvöldvöku verður Fríkirkjan í ...

10. janúar 2023|

Helgihald hefst sunnudaginn 15. janúar

Góðu vinir, eftir yndislegar samverustundir um jól og áramót drögum við nú djúpt andann áður en fjörið hefst að nýju með fjölbreyttu helgihaldi sunnudaginn 15. janúar 2023. Sunnudaginn 8. janúar er því messufrí í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Við hlökkum til að sjá ykkur næstu helgi og eiga með ykkur öllum skemmtilegar stundir á því ári ...

7. janúar 2023|

Aftansöngur á gamlársdag

Góðu vinir,   verið hjartanlega velkomin í aftansöng á gamlársdag kl. 18 í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Sr. Margrét Lilja Vilmundardóttir leiðir stundina. Kór Fríkirkjunnar syngur fallega tóna undir dyggri stjórn Arnar Arnarsonar tónlistarstjóra. Organisti er Skarphéðinn Þór Hjartarson.

30. desember 2022|

Jólin okkar

Bráðum koma blessuð jólin og við erum svo sannarlega farin að hlakka til. Helgihald yfir jólin verður með hefðbundnu sniði eins og hér segir:   Aðfangadagur jóla 24. desember: Aftansöngur á aðfangadag kl. 18 Jólasöngvar á jólanótt kl. 23:30   Jóladagur 25. desember:  Jólasöngvar fjölskyldunnar kl. 14   Gamlársdagur 31. desember:  Aftansöngur á gamlársdag kl. ...

21. desember 2022|




Helgihald 2025

19. október: Sunnudagaskóli kl. 11:00 og kvöldvaka kl. 20:00

26. október: Sunnudagaskóli kl. 11:00 með Eddu og Einar

2. nóvember: Sunnudagaskóli kl. 11:00 og Allra heilagra messa kl. 20:00

9. nóvember: Sunnudagaskóli kl. 11:00

16. nóvember: Sunnudagaskóli kl. 11:00 og kvöldmessa kl. 20:00

23. nóvember: Sunnudagaskóli kl. 11:00

30. nóvember: Sunnudagaskóli kl. 11:00 Samverustund á aðventu með fermingarfjölskyldum kl. 13:00-14:00 og 14:30-15:30

7. desember: Sunnudagaskóli kl. 11:00 og aðventukvöld kl. 20:00

14. desember: Jólaball sunnudagaskólans í Hellisgerði kl. 11:00

Safnaðarstarf hefst aftur

í september/október!



Mánudagar

16:30 Krílakór yngri
17:00 Krílakór eldri

Æfingar hefjast 6. október og fara fram á Reykjavíkurvegi 68 2. hæð.

Þriðjudagar

10:30 – 11:10 Krílasálmar fara fram í kirkjunni – Krílasálmar hefjast 9. september

16:30 – 18:30 Fermingarstarf

Miðvikudagar

18:30 – 21:00 Fríkirkjukórinn æfing

Fimmtudagar

Barnakór fyrir börn á sjötta ári og upp úr. Öll börn hjartanlega velkomin

kl. 17:00 – 17:45

Æfingar hefjast 25. september og munu fara fram á Reykjavíkurvegi 68 2. hæð

Fyrsta þriðjudag í mánuði:

Kvenfélagið kl. 20:00

Annan þriðjudag í mánuði:

Prjónagleði – Upplýsingar á facebooksíðunni Prjónagleði Fríkirkjunnar í Hafnarfirði 2025-2026

Samfélagsmiðlar

Opnunartími

Alla virka daga

Starfsfólk

Allar upplýsingar um netföng og símanúmer eru hér

Fríkirkjan í Hafnarfirði

Linnetsstíg 6
220 Hafnarfirði
Sími: 565 3430

Skráning í Fríkirkjuna í Hafnarfirði

Go to Top