Gamlársdagur í Fríkirkjunni
Hátíðardagskrá 31. desember Kl. 16. Guðsþjónusta verður á Hrafnistu með heimilisfólki og fjölskyldum þeirra. Messan er opin, fjölskyldur og börn sérstaklega velkomin. Sigríður Kristín Helgadóttir sér um athöfnina og áramótasálmarnir sungnir. Kl.18. Aftansöngur í Fríkirkjunni. Hátíðleg stund með Kirkjukórnum og Sigríði Kristínu Helgadóttur.
Fríkirkjan á jólum – helgihald
Aðfangadagur Kl. 18 Aftansöngur . kl: 23:30 Jólasöngvar á jólanótt . Jóladagur Kl. 13 Fjölskylduguðsþjónusta. Allir kórar kirkjunnar koma fram. Hljómsveit Fríkirkjunnar leiðir sönginn.
Jólatónleikar Fríkirkjukórsins
Miðar seldir við innganginn. Sama lága verðið og hátíðleg jólastemming í kirkjunni okkar.
8. desember. Aðvenutukvöldvaka kl. 20 og sunnudagaskólinn kl. 11
Kl. 11. Sunnudagskólinn. Kveikt á aðventukertunum, jólalögin og meiri söngur og fjör. Kl. 20. Aðventukvöldvaka Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Við syngjum saman og hlustum á fjölbreytta og fallega tónlist. M.a. Tréblásturstríó, Tónsmiðjan (unglingastarf í kirkjunni). Kór og hljómsveit kirkjunnar. Halla Eyberg leikur á flautu. Sérstakur gestur: Steinunn Ása (Með okkar augum).
Fjölgar í Fríkirkjunni um 229
Ánægjuleg tíðindi frá Þjóðskrá, en í Fríkirkjusöfnuðinum teljast nú vera 7.199 og hafði fjölgar um 229 frá 1. des 2018. Fríkirkjan í Hafnarfiði hefur því tvöfaldast af stærð frá aldamótum þegar 3.500 voru skráðir í söfnuðinn. Öflugt og gott safnaðarstarf í Fríkirkjunni í Hafnarfirði á að okkar mati mestan þátt ...
1. desember – sunnudagaskóli og aðventustund kl. 13 í Fríkirkjunni
Fyrsta sunnudag í aðventu verður dagskráin í kirkjunni eftirfarandi: Kl. 11. Sunnudagaskólinn og kveikt á fyrsta aðventukertinu. Við ætlum að syngja saman öll fallegu aðventu- og jólalögin okkar og rifjum upp í leiðinni af hverju Jesú sem fæddist á jólum í Betlehem skiptir okkur svona miklu máli. Svo má ekki ...
Jólafundur Kvenfélagsins
Það er komið að því!Hinn árlegi jólafundur Kvenfélags Fríkirkjunnar í Hafnarfirði verður sunnudaginn 1. desember kl. 20:00.Fundurinn verður í Hásölum , safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju. Dagskráin er með hefðbundnum hætti:Léttar veitingar, skemmtiatriði og hið umtalaða happadrætti með stórglæsilegum vinningum.Happdrættismiðar seldir á staðnum.Björgvin Franz og krakkar úr Tónsmiðju Fríkikjunnar skemmta gestum. Allur ágóðinn ...
24. nóvember – sunnudagaskóli kl. 11
Bangsasunnudagaskóli kl. 11:00.Nú fá uppáhaldsbangsar að koma með í sunnudagaskólann. Við hvetjum líka foreldra og aðstandendur til kíkja inn í skápana og athuga hvort þar leynist ekki einn gamall frá fornri tíð? Rebbi og Mýsla kíkja í heimsókn ogErna,Svana og strákarnir í Gleðibandinu þeir Guðmundur Pálsson, Skarphéðinn Þór Hjartarson og Örn Arnarson taka á móti ...
Fjársöfnun – útsendir gíróseðlar
Við leitum enn á ný til safnaðarins, með stuðning upp á 2.100 kr. Þessar greiðslur í heimabanka eru valfrjálsar með öllu. Framlög sóknarbarna renna alfarið til viðhalds á krikjunni og til að kosta blómlegt safnaðarstarfið hjá okkur. Í ár var leitað vatnsleka sem hefur gert vart við sig úr ...
