Fríkirkjan er ekki bara kirkja!
Í þessari viku eru tveir tónleikar af ólíkum meiði í Fríkirkjunni. Á sunnudag kom fjölskylda frá Tennessee og spilaði á kvöldvöku. Daginn eftir mættu þau aftur og með litla, óformlega tónleika í kirkjunni okkar. Raddaði söngurinn þeirra er í heimsklassa og fólk dreif að til að hlusta á hugljúfa tóna ...
20. október, sunnudagaskóli kl. 11 og kvöldvaka kl. 20.
Sunnudagaskólinn er alltaf á sínum stað, vinsæll og einkar vel sóttur nú í haust. Enn hvílir mikil leynd yfir dagksrá kvöldvökunnar og Einar Eyjólfsson annar presta Fríkirkjusafnaðarins fæst alls ekki til þess að ljúka upp einu orði um efni kvöldvökunnar. Eitthvað fallegt verður nú samt sungið og vísast fluttur texti ...
Vegna skólafría í Hafnarfirði verður ekki fermingarsamvera 22. október
Þess í stað: Þriðjudagur 29. okt. Hópar C og D saman kl.18. Foreldrar mæta með. Fjallað um sorgina.
13. október – Sunnudagaskóli kl. 11 og kvöldmessa kl. 20
Á sunnudaginn er sunnudagaskóli kl. 11:00 og kvöldmessa kl. 20:00.Edda og Svana mæta í sunnudagaskólann glaðar og kátar ásamt Rebba, Mýslu og Gleðibandinu.Sr. Sigríður Kristín leiðir kvöldmessu kl. 20:00 ásamt Fríkirkjukórnum og Fríkirkjubandinu undir stjórn Arnar Arnarsonar tónlistarstjóra kirkjunnar.Halla Eyberg leikur á flautu.
Sunnudagurinn 6. okt – Kaffisala Kvenfélagsins
Næsta sunnudag, 6. október verður sannkölluð Fríkirkjuhátíð ! Sunnudagaskólinn eins og venjulega kl.11. Fjölskylduhátíð verður í kirkjunni kl. 14 þar sem allir kórar kirkjunnar, barnakórar og kirkjukórinn, koma fram og syngja. Á eftir eða kl. 15 verður árleg kaffisala Kvenfélagsins í safnaðarheimilinu að lokinni góðri stund í kirkjunni.
22. september – sunnudagaskóli kl. 11
Sunnudagaskólinn á sínum stað kl. 11. Edda og hennar frábæra lið sér um dagskrána og Fríkirkjubandið um tónlistina. Allir velkomnir og munið að taka Kærleiksbókina með.
15. september – Sunnudagaskóli kl.11 og Kvöldvaka kl. 20
Á sunnudag verður þriðji sunnudagskóli vetrarins. Munið að taka með ykkur bækurnar og nýjar afhentar fyrir þá sem koma í fyrsta sinn. Sunnudagaskólinn fer af stað af krafti þetta haustið! Kvöldvaka kl. 20. Hugvekja um tiltekið efni, tónlist og upplifun ! Allir velkomnir og fermingarbörn og foreldrar þeirra sérstaklega hvött ...