Í Fríkirkjunni 17. nóvember
Sunnudagaskóli kl. 11. Okkar frábæra sunnudagaskólafólk og Fríkirkjubandið. Kvöldvaka kl. 20. tónlist og hugvekja. Yfirskrift kvöldvökunnar er: Ekkert að óttast! Texti sunnudagsins er úr Mattheusarguðspjalli: Gefið gaum að liljum vallarins og hvernig þær vaxa...
10. nóvember -sunnudagaskóli, útvarpsmessa og Sólvangur
Athugið að ekki verður af áður auglýstri messu kl. 13 ! Sunnudagaskóli kl. 11:00 og guðsþjónusta á Sólvangi kl. 15:00.Hins vegar var tekin upp útvarpsmessa í Fríkirkjunni í vikunni og hún verður á dagskrá kl. 11:00 á Rás 1 Útvarpi allra landsmanna?✨? Ekki missa af henni! Dásemdarsamvera í sunnudagaskólanum eins ...
Safnaðarstjórnarfundur í Fríkirkjunni 31. október
Það var einkar ánægjulegt að fá Kjartan Jarlsson til starfa aftur eftir veikindi í safnaðarstjór Fríkirkjunnar. Hann hefur verið þar með okkur í mörg ár. Kjartan er fluttur á Sólvang og hafði á orði í gær hva gott væri að vera kominn aftur í Fjörðinn. Með honum á myndinni er ...
3. nóvember. Sunnudagaskóli og Allra heilagra messa kl. 20
Sunnudagaskóli á sunnudaginn kl. 11:00?Edda og Gleðibandið mæta syngjandi kát❤️Fögnum því að koma saman og leyfa litlu yndunum að njóta sín í söng og gleði?Leyndardómur og boðskapur dagsins; Hvernig gat Jesús mettað 5000 þúsund manns með fimm brauðum og tveim fiskum? Það fáið þið að heyra í sunnudagaskólanum þegar lítill ...
Fríkirkjan er ekki bara kirkja!
Í þessari viku eru tveir tónleikar af ólíkum meiði í Fríkirkjunni. Á sunnudag kom fjölskylda frá Tennessee og spilaði á kvöldvöku. Daginn eftir mættu þau aftur og með litla, óformlega tónleika í kirkjunni okkar. Raddaði söngurinn þeirra er í heimsklassa og fólk dreif að til að hlusta á hugljúfa tóna ...
20. október, sunnudagaskóli kl. 11 og kvöldvaka kl. 20.
Sunnudagaskólinn er alltaf á sínum stað, vinsæll og einkar vel sóttur nú í haust. Enn hvílir mikil leynd yfir dagksrá kvöldvökunnar og Einar Eyjólfsson annar presta Fríkirkjusafnaðarins fæst alls ekki til þess að ljúka upp einu orði um efni kvöldvökunnar. Eitthvað fallegt verður nú samt sungið og vísast fluttur texti ...
Vegna skólafría í Hafnarfirði verður ekki fermingarsamvera 22. október
Þess í stað: Þriðjudagur 29. okt. Hópar C og D saman kl.18. Foreldrar mæta með. Fjallað um sorgina.
