10. mars – stór dagur í Fríkirkjunni
kl. 11. Sunnudagaskóli. Edda og félagar í Fríkirkjubandinu tromma upp og sjá um dagskránna. kl. 13. Guðsþjónusta kl. 13. Barn verður borið til skírnar. Barna- og Krílakórar syngja ásamt Ernu Blöndal og Erni Arnarsyni. Kl. 14. Basar kvenfélags Fríkirkjunnar hefst strax að messu lokinni í Safnaðarheimilinu. Meðal annars: Handverk, hnallþórur ...
Fermingarfræðsla með inntaki – fermingardagar 2020
Fríkirkjan í Hafnarfiði leggur metnað sinn í fermingarfræðsluna. Meðal annars er leitast við að kryfja erfiðar spurningar með foreldrum, en líka lögð áhersla á samveru, trúna og guðsmyndina.
3. mars – Sunnudagaskóli kl. 11 og kvöldvaka kl. 20
Kl. 11. Sunnudagaskólinn. Síðast mættu allir á náttfötunum, en næst verður sungið "pollapönk". Góð samverustund fyrir alla fjölskylduna. Kl. 20. Kvöldvaka Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingsmaður kemur og ætlar að tala um þakklæti. Í lokin ætlar Matti Ósvald að leiða okkur inn í slökunarstund. Kórinn syngur og Fríkirkjubandið leikur. ...
Vilt þú vera með okkur í fermingarstarfinu næsta vetur?
Nú liggja þeir fyrir fermingardagarnir í Fríkirkjunni næsta vetur. Frekari upplýsingar um fyrirkomulag fræðslunnar kemur hér á næstunni Fermingardagar 2020: Laugardagurinn 4. Apríl Pálmasunnudagur 5. apríl Skírdagur 8. apríl Sumardagurinn fyrsti 23. apríl Sunnudagurinn 3. maí Sjómannadagurinn 7. júní
Sunnudagur 24. febrúar: Fjölskyldumessa kl. 11
Sunnudaginn 24. febrúar verður Barna – og fjölskyldumessa kl. 11. Edda Möller leiðir stundina ásamt Ástu Margréti.
Sunnudagur 17. febrúar: Sunnudagskóli kl. 11 og kvöldvaka kl. 20.
Sunnudagaskólinn er eins og alltaf kl. 11. Erna og Edda vera saman og stjórna söng og sprelli með Rabba og félögum. Á kvöldvökunni kl. 20 verður vatnið í umverfi okkar þema kvöldsins. Meira að segja tónlistin verður "vatnskennd". Þema er vatnið okkar og Inga Dóra Hrólfsdóttir framkvæmdastjóri Veitna mun ...
40 nýjar konur í Kvenfélagi Fríkirkjunnar
Aðalfundur Kvenfélagsins var haldinn þriðjudaginn 5. febrúar s.l. Fundurinn hófst á erindi frá Matta Oswald um hamingjuna og gildi þess að gefa af sér og taka þátt í félagsstörfum. Mæting fór fram úr björtustu vonum en á fundinn mættu yfir 40 félagskonur og gestir. Farið var yfir starf vetrarins sem ...
Helgin 9. til 10. febrúar – sunnudagaskóli kl. 11 og guðsþjónusta kl. 13 – aðalfundur Bræðrafélagsins
Dagskráin í kirkjunni komandi helgi er eftirfarandi: Bræðrafélagið er með sinn aðalfund á laugardagmorguninn 9. febrúar kl. 11. Allir velkomnir. Sunnudagur 10. febrúar kl. 11. Sunnudagaskólinn – frést hefur að Rebbi sé svangur þrátt fyrir að hafa borðað hálfan ísskáp og einn ullarsokk – óvart! Gleðibandið leikur undir ...
Fjölgun í Fríkirkjunni í Hafnarfirði
Í frétt frá Þjóðskrá kemur fram að í Fríkirkjunni í Hafnarfirði fjölgaði um 17 manns á tveimur mánuðum, í desember og janúar. Síðast þegar var talið vantði aðeins 13 manns upp á að ná tölunni 7.000. Á einu ári frá 1. desember 2017 fjölgaði um 187 hjá okkur og er ...
