21. feb – Konudagsmessa kl. 17 og sunnudagaskóli

Starfið Fríkirkjunni er smám saman að fara í gang. 21. febrúar verður sunnudagaskóli kl., 11 og Kl. 17 (ath. tímann!) Guðsþjónusta á konudaginn. Margrét Lilja Vilmundardóttir prédikar en hún útskrifast sem guðfræðingur á laugardaginn. Vigdís Jónsdóttir flytur frumsamið lag á harmonikku og kórinn okkar ætlar að syngja ásamt Fríkirkjubandinu. Farið verður að öllum sóttvarnarlögum [Lesa meira...]

20. jan: Fermingastarfið framundan

Til að vera innan þeirra takmarkana sem sóttvarnayfirvöld hafa sett okkur þurfum við að færa hluta hóps C yfir í hóp A. Þetta eru þau ungmenni sem eru við nám í Hvaleyrarskóla. Þau hafa tilheyrt hópi C en færast núna yfir í hóp A. Ef þessi breyting er að koma sér illa, þá biðjum við ykkur um að hafa samband við okkur og við finnum lausn sem hentar öllum.  Hópur A: Áslandsskóli og [Lesa meira...]

Fermingarbörnum boðið til kirkju

Sunnudaginn 17. janúar viljum við bjóða ungmennunum til samverustundar með tónlist og fræðslu. Við viljum bjóða hópunum til okkar á eftirfarandi tímum: Hópur A: Áslandsskóli og Hvaleyrarskóli kl. 12.00  Hópur B: Hraunvallaskóli og Skarðshlíðarskóli kl. 13.00 Hópur C: Setbergsskóli, Öldutúnsskóli  kl. 14.00  Hópur D: Víðistaðaskóli, Lækjarskóli, Nú og skólar utan [Lesa meira...]