Fréttir

Fréttir2021-10-10T17:43:25+00:00

Síðasta fermingarathöfnin á sjómannadag

Síðasti fermingarbarnahópurinn gekk frá kirkjunni í sólríku veðri núna á sjómannadaginn. Samtals voru þau 19. Þetta var ellefta fermingin þetta vorið. Fyrsti hópurinn á pálmasunnudag. Við í Fríkirkjunni þökkum frábæran vetur og góð kynni ungmenna sem eiga ekkert nema framtíðina fyrir sér.

4. júní 2019|

Fermingarárgangar í heimsókn

Þetta vorið hefa tveir eldri fermingarbarnaárgangar komið og heimsótt Fríkirkjuna. 2. maí komu þau sem eru fædd 1945 og fermdust vorið 1959. Þá var prestur Kristinn Stefánsson. Seinni hópurinn kom 1. júní. Þau áttu 50 ára fermingarafmæli, fædd 1955 og fermd 1969. Þá var Bragi Benediktsson kominn til starfa sem ...

4. júní 2019|

Fermingar á sjómannadag – æfingar

Æfingar fyrir ferminguna á sjómannadag kl.11. Þriðjudagur 28. maí kl.17:30. Mæting með foreldrum á sama tíma á miðvikudag, 29. maí.

27. maí 2019|

Aðalsafnaðarfundur Fríkirkjusafnaðarins 23. maí kl. 20

Þá er komið að árlegum aðalsafnaðarfundi Fríkirkjunnar í Hafnarfirði, fimmtudaginn 23. maí. kl. 20. Breyting er frá auglýsingu m.a. í Fjarðarfréttum að fundurinn verður í kirkjunni, en ekki safnaðarheimilinu. Aðalfundurinn verður með hefbundnu sniði og auk afgreiðslu reikninga og kjör í safnaðarstjórn ofl. verður farið yfir starf og áherslur í ...

17. maí 2019|

Kynningarfundur ferminga 2020

Miðvikudagskvöldið 15. maí kl. 20:00 í Fríkirkjunni verður kynningarfundur með væntanlegum fermingarbörnum og foreldrum þeirra. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn.Bent er á rafræna skráningu á heimasíðu kirkjunnar og hér á síðunni.

14. maí 2019|

Fermingarskráning 2020

Hér má sækja skjal til skráningar fermingarbarna 2020: Fyllið inn nákvæmlega og formið sendist sjálfkrafa til prestanna. Val á fermingardögum eru ekki bindandi og hægt að breyta síðar. https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSdEeGJNCJPYWmfqMv_8bTqUWe9vmo_iafULgbzx3TK9CbidMA/viewform https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSdEeGJNCJPYWmfqMv_8bTqUWe9vmo_iafULgbzx3TK9CbidMA/viewform

14. maí 2019|

12. maí – fjölskylduhátíð í Hellisgerði

Fríkirkjan lýkur vetrarstarfi með fjölskylduhátíð í Hellisgerði. Í fyrra vorum við í fyrsta skipti í Hellisgerði og tókst vel til. Þrammað verður í skrúðgöngu með lúðrablæstri og söng frá safnaðarheimilinu rétt eins og síðast Spáð er ágætu veðri, sól með köflum léttri golu og 7 stiga hita.

6. maí 2019|

Dagskráin í kirkjunni frá 6. maí

Fjölskylduhátíð Fríkirkjunnar sunnudaginn 12. maí í Hellisgerði Skrúðganga fer frá Fríkirkjunni kl. 11 og Lúðrasveit Hafnarfjarðar leiðir gönguna. Hljómsveitin byrjar að spila fyrir kl. 11 svo við hvetjum alla til að vera tímanlega. Hátíðisdagskrá í Hellisgerði:  Hljómsveit kirkjunnar leiðir dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Kríla og barnakórar kirkjunnar syngja. Og svo ...

4. maí 2019|

Heimsókn 60 ára fermingarbarna

Í ár eru 60 ár frá fermingu þeirra sem fæddir eru 1945. Hluti þessa góða hóps koma saman í Fríkirkjnunni til að minnast þessara tímamóta, en öll fermdust þau sumardaginn fyrsta 1959. Smá athöfn í kirkjunni og samvera á eftir þar sem skiptst var á myndum og sögur rifjaðar upp.

4. maí 2019|
Go to Top