Styttist í vetrarstarf Fríkirkjunnar
Nú fer að styttast í vetrarstarf Fríkirkjunnar❤️❤️ Sunnudagaskólinn hefst sunnudaginn 1. september. Kóra, tónlistarstarf, tónlistarsmiðjur og barnastarf hefst í september og á næstu dögum munum við auglýsa mjög ítarlega allt það sem í boði er s.s. tímasetningar og skráningar. Við vekjum athygli á nýju starfi fyrir unglinga en í vetur ...
Fjölgar í Fríkirkjunni í Hafnarfirði
Samantekt hjá Þjóðskrá og frétt á síðu stofnunarinnar sýnir að fjölgað hefur um 104 í Fríkirkjunni á rúmlega 1/2 ári, eða frá desember til júlí. Ánægjulegt að fólk leiti til Fríkirkjunnar og fjölgun í söfnuðinum eru skilaboð til okkar um að kirkjan sé að koma til móts við margvíslegar þarfir ...
Sumarið í Fríkirkjunni
Starfssemi í kirkjunni er í lágmarki yfir hásumarið. Heikmsóknir prestanna á Hrafnistu og Sólvang verða þó eins og venjulega. Skírnir um flestar helgar og giftingar. Einar Eyjólfsson er til staðar í júlí, Sigga í fríi, en væntaleg til baka í lok mánaðarins.
Fjársöfnun – útsendir greiðsluseðlar
Við leitum enn á ný til safnaðarins, með stuðning upp á 2.100 kr. Þessar greiðslur í heimabanka eru valfrjálsar með öllu. Nú söfnum við fyrir lagfæringum eða jafnvel nýju safnaðarheimili, en um þessar mundir er verið að meta bestu leiðir eftir að víðtækt tjón af völdum veggjatítla kom í ...
Síðasta fermingarathöfnin á sjómannadag
Síðasti fermingarbarnahópurinn gekk frá kirkjunni í sólríku veðri núna á sjómannadaginn. Samtals voru þau 19. Þetta var ellefta fermingin þetta vorið. Fyrsti hópurinn á pálmasunnudag. Við í Fríkirkjunni þökkum frábæran vetur og góð kynni ungmenna sem eiga ekkert nema framtíðina fyrir sér.
Fermingarárgangar í heimsókn
Þetta vorið hefa tveir eldri fermingarbarnaárgangar komið og heimsótt Fríkirkjuna. 2. maí komu þau sem eru fædd 1945 og fermdust vorið 1959. Þá var prestur Kristinn Stefánsson. Seinni hópurinn kom 1. júní. Þau áttu 50 ára fermingarafmæli, fædd 1955 og fermd 1969. Þá var Bragi Benediktsson kominn til starfa sem ...
Fermingar á sjómannadag – æfingar
Æfingar fyrir ferminguna á sjómannadag kl.11. Þriðjudagur 28. maí kl.17:30. Mæting með foreldrum á sama tíma á miðvikudag, 29. maí.
Aðalsafnaðarfundur Fríkirkjusafnaðarins 23. maí kl. 20
Þá er komið að árlegum aðalsafnaðarfundi Fríkirkjunnar í Hafnarfirði, fimmtudaginn 23. maí. kl. 20. Breyting er frá auglýsingu m.a. í Fjarðarfréttum að fundurinn verður í kirkjunni, en ekki safnaðarheimilinu. Aðalfundurinn verður með hefbundnu sniði og auk afgreiðslu reikninga og kjör í safnaðarstjórn ofl. verður farið yfir starf og áherslur í ...
Kynningarfundur ferminga 2020
Miðvikudagskvöldið 15. maí kl. 20:00 í Fríkirkjunni verður kynningarfundur með væntanlegum fermingarbörnum og foreldrum þeirra. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn.Bent er á rafræna skráningu á heimasíðu kirkjunnar og hér á síðunni.
Fermingarskráning 2020
Hér má sækja skjal til skráningar fermingarbarna 2020: Fyllið inn nákvæmlega og formið sendist sjálfkrafa til prestanna. Val á fermingardögum eru ekki bindandi og hægt að breyta síðar. https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSdEeGJNCJPYWmfqMv_8bTqUWe9vmo_iafULgbzx3TK9CbidMA/viewform https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSdEeGJNCJPYWmfqMv_8bTqUWe9vmo_iafULgbzx3TK9CbidMA/viewform
