12. maí – fjölskylduhátíð í Hellisgerði
Fríkirkjan lýkur vetrarstarfi með fjölskylduhátíð í Hellisgerði. Í fyrra vorum við í fyrsta skipti í Hellisgerði og tókst vel til. Þrammað verður í skrúðgöngu með lúðrablæstri og söng frá safnaðarheimilinu rétt eins og síðast Spáð er ágætu veðri, sól með köflum léttri golu og 7 stiga hita.
Kynningarfundur fyrir fermingarbörn næsta árs
15. maí kl. 20 í Fríkirkjunni
Dagskráin í kirkjunni frá 6. maí
Fjölskylduhátíð Fríkirkjunnar sunnudaginn 12. maí í Hellisgerði Skrúðganga fer frá Fríkirkjunni kl. 11 og Lúðrasveit Hafnarfjarðar leiðir gönguna. Hljómsveitin byrjar að spila fyrir kl. 11 svo við hvetjum alla til að vera tímanlega. Hátíðisdagskrá í Hellisgerði: Hljómsveit kirkjunnar leiðir dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Kríla og barnakórar kirkjunnar syngja. Og svo ...
Heimsókn 60 ára fermingarbarna
Í ár eru 60 ár frá fermingu þeirra sem fæddir eru 1945. Hluti þessa góða hóps koma saman í Fríkirkjnunni til að minnast þessara tímamóta, en öll fermdust þau sumardaginn fyrsta 1959. Smá athöfn í kirkjunni og samvera á eftir þar sem skiptst var á myndum og sögur rifjaðar upp.
5.maí: Tvær fermingar – sunnudagaskóli fellur niður
Sunnudaginn 5. maí verður ekki sunnudagaskóli. Tvær fermingar verða þennan dag kl. 11:00 og kl. 13:00. Eftir viku eða sunnudaginn 12. maí verður svo vorhátíð kirkjunnar í Hellisgerði. Nánar auglýst síðar.
Æfingar v/ferminga 5. maí – leiðrétting
Kæru foreldrar og fermingarbörn, rangar upplýsingar voru á miðanum sem börnin fengu varðandi æfingarnar. Fyrri æfingarnar verða þriðjudaginn 30. apríl ( ekki mánudag ), þau sem fermast kl. 11 mæta 17:30 og þau sem fermast kl. 13 mæta kl. 18. Biðjum velvirðingar á þessu.
Sunnudagaskóli 28. apríl kl. 12.
Sunnudaginn 28. apríl er sunnudagaskóli kl. 11:00.Við fáum við góða gesti í heimsókn, þeir eru leynigestir og Rebbi er dauðhræddur! Hverjir eru gestirnir? Af hverju er Rebbi að rífa í feldinn sinn af skelfingu? Meira um það á sunnudag, Edda og Ragga og Bjarmi og Guðmundur bassaleikari halda uppi gleðinni. Sjáumst!
Fríkirkjan með augum nemenda í Hvaleyrarskóla
Þemavika var í Hvaleyrarskóla vikunni fyrir páska. Hrönn Árnadóttir kennari sendi myndina: " Þetta líkan gerðu nemendur í 5. bekk í Hvaleyrarskóla af kirkjunni úr rusli (þemað var endurvinnsla) í þemaviku fyrir páskafrí ☺ " Við þökkum fyrir, en bendum jafnframt á að eitt núll vantar aftan við tölu um ...
Fermingar 25. og sunnudagaskólinn 28.apríl
Fermingarathafnir í Fríkirkjunni á sumardaginn fyrsta, 25. apríl. Reyndar stærsti fermingardagurinn eins og oftast áður. Spáð sólríku og hlýju veðri. Athafnir verða: Kl. 10, Kl. 12 og Kl. 14. Sunnudagaskólinn fer síðan aftur af stað eftir páska nk. sunnudag 28.apríl kl. 11. Styttist í sumarhátíð sunnudagaskólans, en hún verður í ...
Æfingar í dag fyrir fermingar sumardaginn fyrsta (25. apríl)
Mánudagur 22. apríl kl.17:15 fyrir þau sem fermast kl.10. Mánudagur 22. apríl kl.17:45 fyrir þau sem fermast kl.12. Mánudagur 22. apríl kl.18:15 fyrir þau sem fermast kl.14.
