5.maí: Tvær fermingar – sunnudagaskóli fellur niður
Sunnudaginn 5. maí verður ekki sunnudagaskóli. Tvær fermingar verða þennan dag kl. 11:00 og kl. 13:00. Eftir viku eða sunnudaginn 12. maí verður svo vorhátíð kirkjunnar í Hellisgerði. Nánar auglýst síðar.
Æfingar v/ferminga 5. maí – leiðrétting
Kæru foreldrar og fermingarbörn, rangar upplýsingar voru á miðanum sem börnin fengu varðandi æfingarnar. Fyrri æfingarnar verða þriðjudaginn 30. apríl ( ekki mánudag ), þau sem fermast kl. 11 mæta 17:30 og þau sem fermast kl. 13 mæta kl. 18. Biðjum velvirðingar á þessu.
Sunnudagaskóli 28. apríl kl. 12.
Sunnudaginn 28. apríl er sunnudagaskóli kl. 11:00.Við fáum við góða gesti í heimsókn, þeir eru leynigestir og Rebbi er dauðhræddur! Hverjir eru gestirnir? Af hverju er Rebbi að rífa í feldinn sinn af skelfingu? Meira um það á sunnudag, Edda og Ragga og Bjarmi og Guðmundur bassaleikari halda uppi gleðinni. Sjáumst!
Fríkirkjan með augum nemenda í Hvaleyrarskóla
Þemavika var í Hvaleyrarskóla vikunni fyrir páska. Hrönn Árnadóttir kennari sendi myndina: " Þetta líkan gerðu nemendur í 5. bekk í Hvaleyrarskóla af kirkjunni úr rusli (þemað var endurvinnsla) í þemaviku fyrir páskafrí ☺ " Við þökkum fyrir, en bendum jafnframt á að eitt núll vantar aftan við tölu um ...
Fermingar 25. og sunnudagaskólinn 28.apríl
Fermingarathafnir í Fríkirkjunni á sumardaginn fyrsta, 25. apríl. Reyndar stærsti fermingardagurinn eins og oftast áður. Spáð sólríku og hlýju veðri. Athafnir verða: Kl. 10, Kl. 12 og Kl. 14. Sunnudagaskólinn fer síðan aftur af stað eftir páska nk. sunnudag 28.apríl kl. 11. Styttist í sumarhátíð sunnudagaskólans, en hún verður í ...
Æfingar í dag fyrir fermingar sumardaginn fyrsta (25. apríl)
Mánudagur 22. apríl kl.17:15 fyrir þau sem fermast kl.10. Mánudagur 22. apríl kl.17:45 fyrir þau sem fermast kl.12. Mánudagur 22. apríl kl.18:15 fyrir þau sem fermast kl.14.
Dagskrá og helgihald í Fríkirkjunni fram yfir páska
14. apríl. Pálmasunnudagur. Kl. 11. Fermingarmessa Kl. 13. Fermingarmessa Ath. -> Sunnudagaskólinn fellur niður á pálmasunnudag v/ferminga. 18. apríl. Skírdagur Kl. 11. Fermingarmessa 19. apríl. Föstudagurinn langi Kl. 21. Kvöldstund við krossinn. Athugið breyttan tíma. 21. apríl. Páskadagur Kl. 8. Páskadagsmessa og kaffihlaðborð á eftir í Safnaðarheimilinu 25. apríl. Sumardagurinn ...
Fagnaðarfundir
Hér má sjá þá Örn Arnarson og Örn Almarsson saman með sr. Einari Eyjólfssyni. Fljótlega eftir að Einar kom til starfi við Fríkirkjuna 1984 fékk hann þessa tvo gítarleikara, jafnaldra og nema í Flensborg til að vinna með sér og spila í sunnudagaskólanum. Það gerðu samviskusamlega ýmist saman eða til ...
Skemmtileg helgi framundan í Fríkirkjunni – fyrstu fermingar
Laugardagur 6. apríl. Fermingarmessur kl. 11 og kl 13. Sunnudagur 7. mars. Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður kl. 11
Æfingar fyrir fermingar
Æfingar fyrir ferminguna laugardaginn 6. apríl verða sem hér segir: Þriðjudagur 2. apríl kl. 17:15 fyrir þau sem fermast kl.11. Mæting með foreldrum sama tíma daginn eftir. Þriðjudagur 2. apríl kl. 17:45 fyrir þau sem fermast kl.13. Mæting með foreldrum sama tíma daginn eftir. Æfingar fyrir ferminguna Pálmasunnudag 14. apríl verða sem hér segir: ...