Sunnudagur 13. janúar – Sunnudagaskóli kl. 11 og guðsþjónusta kl. 13.
Sunnudaginn 13. janúar fer helgihaldið aftur af stað eftir hátíðirnar. Kl. 11. Sunnudagaskólinn hefst með krafti. Skírt verður barn og mikið sungið. Athugið að sunnudagaskólinn verður alla sunnudaga, þar til fermingar hefjast á pálmasunnudag. Kl. 13. Guðsþjónusta með báðum prestunum þeim Einari og Siggu. Upphaf fermingarstarfs eftir jólafrí. Fermingarbörn og ...
Fríkirkjan á nýbyrjuðu ári
Gleðilegt ár ! Starfsfólk Fríkirkjunnar tekur sér frí sunnudaginn 6. janúar eftir annasaman desembermánuð. Sunnudaginn 13. janúar hefst sunnudagaskólinn kl. 11 og þá verður guðsþjónusta kl. 13. Fermingarfræðslan hefst á ný þriðjudaginn 15. janúar, þá mæta hópar A og B. Upplýsingar um helgihald í vor hafa verið settar inn og ...
Aftansöngur á gamlársdag kl. 18
Gamlársdagur, 31. desember: Veður gengið niður og orðið stjörnubjart og hátíðlegt. Aftansöngur kl. 18 í Fríkirkjunni með nýju sniði. Sigríður Kristín Helgadóttir leiðir stundina og predikar. Komum saman og synjum fallegu jóla- og áramótasálmana.
Helgihald í Fríkirkjunni um jól og áramót
Helgihald Fríkirkjunnar í Hafnarfirði um jól og áramót er eftirfarandi: Aðfangadagur, 24. desember: Aftansöngur kl. 18. Einar Eyjólfsson messar. Kór kirkjunnar og organisti verður Aðalheiður Þorsteinsdóttir Jólsöngvar á jólanótt kl. 23:30. Sönghópur undir stjórn Arnar Arnarsonar tónlistarstjóra kemur fram. Jóladagur, 25. desember: Fjölskyldumessa og hátíð kl. 13:00. Sigríður Kristín leiðir ...
Jólaball sunnudagaskólans
Það tókst einstaklega vel til með árlegt jólaball sunnudagaskóla Fríkirkjunnar í samstarfi við Jólaþorpið. Fríkirkjufólkið fyllti torgið með gleði og sönnum jólaanda. Veðrið var líka sérlega gott þannig að allt hjálpaðist til í ár. Myndin er úr jólablaði Fjarðafrétta sem ritstjórinn Guðni Gíslason tók.
16. desember. – Aðventukvöldvaka í Fríkirkjunn í Hafnarfiði
Sunnudaginn 16. desember verður aðventukvöldvaka kl. 20 í Fríkirkjunni. Kór kirkjunnar og hljómsveit flytja fallega tónlist og við fáum marg góða gesti til okkar. Sr. Einar Eyjólffsons leiðir stundina. Pétur Húni Björnsson, þjóðfræðingur flytur örerindi og tónlist. Listahópurinn Sköpun frumflytur jólalag, en listahóipinn skipa þau Gísli Björnsson, hljómborð, Lára Þorsteinsdóttir, ...
16. desember – Jólaball Fríkirkjunnar í Hafnaræfirði á Thorsplani
Jólaball Fríkirkjunnar verður haldið á Thorsplani sunnudaginn 16. desember kl. 11. Krílakórarnir syngja og gleðiband sunnudagaskólanss leikur fyrir jóladansi. Svo er aldrei að vita nema að einhverjir jólakallar kíki í heimsókn. Hlökkum til að sjá ykkur !!
105 ár frá vígslu Fríkirkjunnar í Hafnarfiði
14. desember verða 105 ár frá vígslu Fríkikjunnar í Hafnarfirði. Stofnfundur Fríkirkjusafnaðarins var sumardaginn fyrsta 1913. Kirkjan stóð fullbúin og vígð 14. desember sama ár af fyrsta presti safnaðarins Ólafi Ólafssyni. Það var trésmiðjan Dvergur sem stóð svo snöfurmannlega að verki, umsamið verð eftir tilboð: 7.900 kr. Fríkirkjan var síðasta ...
Laugardagur 8. des. kl. 16 – Jólatónleikar Fríkirkjukórsins.
Fríkirkjukórinn heldur sína árlegu jólatónleika, nk. laugardag kl. 16 í Fríkirkjunni í Hafnarfiði. Allir hjartanlega velkomnir og miðar seldir við innganginn. Verð 2.500 kr en frítt fyrir börn 12 ára og yngri. Ljúf aðventustund og fallegur söngur !
9. desember kl. 11. Sunnudagaskóli og vinamessa
Sunnudaginn 9. desember kl. 11:00 verður vinamessa í Fríkirkjunni. Í vinamessu barnanna ætla krílakórarnir og barnakórinn að syngja um vinskapinn og okkar fallega og dýrmæta líf. Hljómsveit skipuð þeim Guðmundi Pálssyni, bassaleikara, Bjarma Hreinssyni, píanóleikara, Gísla Gamm, trommuleikara og Erni Arnarsyni, gítarleikara og tónlistarstjóra kirkjunnar spila með börnunum og við ...