3. febrúar: Kvöldmessa og sunnudagaskólinn
Á sunnudaginn næstkomandi, 3.febrúar verður sunnudagaskóli kl. 11. Söngur , spilerí og dálítið sprell með kirkjulegu ívafi :) Kvöldmessa kl. 20. Gengið verður til altaris. Öll tilvonandi fermingarbörn og foreldrar þeirra eru hvött til að taka þátt sem lið í undirbúningsi að sjálfri fermingunni.
Veggjatítlur í Safnaðarheimili Fríkirkjunnar – engin hætta á ferðum
Veggjatítlur í Safnaðarheimili Fríkirkjunnar – engin hætta á ferðum Við skoðun löggilts meindýraeyðis á safnaðarheimili Fríkirkjunnar í Hafnarfirði á Linnetsstíg 6 nýlega kom í ljós að veggjatítlur eru í þakviði hússins. Í mati segir að ummerki eftir veggjatítlur séu í nánast öllum þaksperrum. Enn fremur fundust dauðar bjöllur og ...
Sunnudagur 27. janúar – Fjölskyldumessa kl. 11
Sunnudagaskóli og fjölskyldumessa kl. 11 Fjör og söngur eins og við þekkjum best í Fríkirkjunni í Hafnarfirði ???????
20. janúar – Sunnudagaskóli kl. 11 og kvöldvaka kl. 20.
Sunnudagaskólinn verður kl. 11 og mæta þær Edda og Ásta Margrét stjórna leik og söng. Kvöldvaka kl. 20. Yfirskrift kvöldsins er Fjöreggið. Hvert er þitt fjöregg. Ertu að passa upp á það ? Gamla sagan af skessunum góðu. Hvað gekk þeim til að kasta fjöreggi sínu á milli ...
Sunnudagur 13. janúar – Sunnudagaskóli kl. 11 og guðsþjónusta kl. 13.
Sunnudaginn 13. janúar fer helgihaldið aftur af stað eftir hátíðirnar. Kl. 11. Sunnudagaskólinn hefst með krafti. Skírt verður barn og mikið sungið. Athugið að sunnudagaskólinn verður alla sunnudaga, þar til fermingar hefjast á pálmasunnudag. Kl. 13. Guðsþjónusta með báðum prestunum þeim Einari og Siggu. Upphaf fermingarstarfs eftir jólafrí. Fermingarbörn og ...
Fríkirkjan á nýbyrjuðu ári
Gleðilegt ár ! Starfsfólk Fríkirkjunnar tekur sér frí sunnudaginn 6. janúar eftir annasaman desembermánuð. Sunnudaginn 13. janúar hefst sunnudagaskólinn kl. 11 og þá verður guðsþjónusta kl. 13. Fermingarfræðslan hefst á ný þriðjudaginn 15. janúar, þá mæta hópar A og B. Upplýsingar um helgihald í vor hafa verið settar inn og ...
Aftansöngur á gamlársdag kl. 18
Gamlársdagur, 31. desember: Veður gengið niður og orðið stjörnubjart og hátíðlegt. Aftansöngur kl. 18 í Fríkirkjunni með nýju sniði. Sigríður Kristín Helgadóttir leiðir stundina og predikar. Komum saman og synjum fallegu jóla- og áramótasálmana.
Helgihald í Fríkirkjunni um jól og áramót
Helgihald Fríkirkjunnar í Hafnarfirði um jól og áramót er eftirfarandi: Aðfangadagur, 24. desember: Aftansöngur kl. 18. Einar Eyjólfsson messar. Kór kirkjunnar og organisti verður Aðalheiður Þorsteinsdóttir Jólsöngvar á jólanótt kl. 23:30. Sönghópur undir stjórn Arnar Arnarsonar tónlistarstjóra kemur fram. Jóladagur, 25. desember: Fjölskyldumessa og hátíð kl. 13:00. Sigríður Kristín leiðir ...
Jólaball sunnudagaskólans
Það tókst einstaklega vel til með árlegt jólaball sunnudagaskóla Fríkirkjunnar í samstarfi við Jólaþorpið. Fríkirkjufólkið fyllti torgið með gleði og sönnum jólaanda. Veðrið var líka sérlega gott þannig að allt hjálpaðist til í ár. Myndin er úr jólablaði Fjarðafrétta sem ritstjórinn Guðni Gíslason tók.
16. desember. – Aðventukvöldvaka í Fríkirkjunn í Hafnarfiði
Sunnudaginn 16. desember verður aðventukvöldvaka kl. 20 í Fríkirkjunni. Kór kirkjunnar og hljómsveit flytja fallega tónlist og við fáum marg góða gesti til okkar. Sr. Einar Eyjólffsons leiðir stundina. Pétur Húni Björnsson, þjóðfræðingur flytur örerindi og tónlist. Listahópurinn Sköpun frumflytur jólalag, en listahóipinn skipa þau Gísli Björnsson, hljómborð, Lára Þorsteinsdóttir, ...
