Fréttir

Fréttir2021-10-10T17:43:25+00:00

Þrjár fermingar á sumardaginn fyrsta

Margir kjósa að fermast í Fríkirkjunni á sumardaginn fyrsta.  Fyrir honum sem fermingardegi er áratugahefð. Nú 20. apríl verða þrjár fermingar, kl. 10, kl. 12 og kl. 14.   Myndin sem hér fylgir var tekin á pálmasunnudag í blíðunni sem þá var. Fermingar voru einnig þrjár þann dag.    

17. apríl 2017|

Fríkirkjan um bænadagana og páska

Dagskráin í Fríkirkjunni er eftirfarandi: Föstudagurinn langi. Kl. 17. Samverstund við krossinn. Dagskrá í tali og tónum þar sem atburða föstudagsins langa er minnst. Páskadagur. Kl. 08 árdegis. Hringjum inn páska og hátíðarguðsþjónusta. Morgunverður í safnaðarheimilinu á eftir.

11. apríl 2017|

Sigga Vald. djákni átti 50 ára fermingarafmæli

Í fermingum á pálmasunnudag veru þær systur Sigríður og Ragna Valdimarsdætur að aðstoða við kirtlana í safnaðarheimilinu. Sigríður Valdimarsdóttir (sú í bleika á myndinni)  er eins og margir vita djákni við Fríkirkjuna og aðstoðar á ýmsa lund við fermingarguðsþjónsturnar. Sigga Vald. fermdist 9.apríl 1967 og því skemmtileg tilviljun að  á ...

11. apríl 2017|

Pálmasunnudagur – þrjár fermingar, sunnudagaskólinn fellur niður

Á pálmasunnudag 9. apríl verða þrjár fermingar í Fríkirkjunni Kl. 10 Kl.12 og Kl. 14. Sunnudagaskólinn fellur því  niður og reyndar einnig næst, þ.e. á páskadag.  fyrir utan þessa tvo og e.t.v. einnig um jól og áramót er sunnudagaskólinn fastur punktur hjá Fríkirkjunni því í fyrjun september og út apríl. ...

5. apríl 2017|

Fermingardagar 2018

Hér að neðan má sjá fermingardaga hjá okkur í Fríkirkjunni næsta vor   25. mars, Pálmasunnudagur 29. mars, skírdagur 14. apríl, Laugardagur 19. apríl, Sumardagurinn fyrsti 13. maí, Sunnudagur 3. júní, Sjómannadagurinn

28. mars 2017|

19. mars: Stór dagur í Fríkirkjunni

Sunnudaginn 19. mars verður mjög margt um að vera í Fríkirkjunni. Kl 11 er sunnudagskóli Kl. 13 er messa sem við köllum vinamessu. Þar syngja barnakór og krílakórar. Kl. 14.  Basar Kvenfélagsins hefst að lokinni vinamessu. Kl. 20. er síðan .lokasamvera fermingarbarna og foreldra. Veitingar í safnaðarheimimli á eftir.

14. mars 2017|

Sunnudagsskóli 12. mars – basar kvenfélagsins færist um viku

Á sunnudaginn verður sunnudagaskólinn eins og alltaf kl. 11. Aðsóknin er æfinlega góð enda allir velkomnir jafnt ungir sem aldnir. Rétt er að minna á það að samkvæmt dagskrá vorsins var basar kvenfélagsins áður áætlaður 12. mars. Hann flyst til um viku og verður 19. mars og hefst kl. 14 ...

8. mars 2017|

Bræðrafélagar færðu kirkjunni klappstóla

Til þessa hefur verið  stólaburður úr safnaðarheimilinu í kirkjunna, t.d. á jólum og kynningu á fermingarstarfi og jafnvel útförum.    Oft er þetta heljarinnar umstang og mikið puð, en Bræðrafélagið ákvað að þessum þætti kirkjustarfsins skuli hér með lokið. Keyptir voru og afhentir á milli 30 og 40 léttir klappstólar ...

8. mars 2017|

Gíróseðlar í heimabanka – frjáls framlög

Fríkirkjan í Hafnarfirði leitar til safnaðarins með greiðsluseðla sem birtast munu í heimabanka. Um er að ræða frjáls framlög og það er vitanlega val hvers og eins að greiða þessar 2.100 kr. Fríkirkjan er alfarið rekin á sóknargjöldum og framlögum eins og þessum. Laun prestanna, tónlistarstjóra og rekstur á kirkjunni ...

6. mars 2017|
Go to Top