Fréttir

Fréttir2021-10-10T17:43:25+00:00

Fermingar á laugardag og sunnudagaskóli

Laugardaginn 14. apríl verða fermd 34 börn í tveimur fermingum frá Fríkirkjunni.  Sú fyrri kl. 11 og síðari kl. 13. Sunnudaginn 15. apríl er fjölskyldumessa og sunnudagaskóli kl. 11. Þær Erna og Ragga sjá um dagskrá ásamt Fíkirkjubandinu og ekkert slegið af þar.  Rebbi mætir að sjálfsögðu og ekki von ...

13. apríl 2018|

Fermingardagar 2019

Áætlaðir fermingardagar 2019 eru eftirfarandi: Laugardagur, 6. apríl Pálmasunnudagur, 14. apríl Skírdagur, 18. apríl Sumardagurinn fyrsti,  25. apríl Sunnudagurinn, 5. maí. Sjómannadagurinn, 2. júní.

11. apríl 2018|

Sunnudagaskóli 9. apríl

Eftir smá hlé um páska og ferminga fer sunnudagaskólinn aftur af stað á sunnudag 9. apríl kl. 11.  Og áfram alla sunnudaga á sama tíma fram í maí. Fríkirkjan í Hafnarfirði er svo heppin að eiga að Fríkirkjubandið sem mætir alltaf í Sunnudagaskólann til gleði fyrir börn á öllum aldri. ...

6. apríl 2018|

Helgihaldið um páskana

Helgihaldið  í Fríkirkjunni í Hafnarfirði verður með nokkuð hefðbundnu sniði um páskana, en við bætist ferming á skírdag. Skírdagur kl. 11 Fermingarguðsþjónusta. Föstudagurinn langi kl. 21 Kvöldvaka við krossinn.  Athugið nýjan tíma. Páskadagur kl. 8. Hátíðarguðsþjónusta kl. 8.  Páskadagsmáltíð á eftir í safnaðarheimilinu.  Allir velkomnir.

28. mars 2018|

Pálmasunnudagur – fermingar og enginn sunnudagskól

Á pálmasunnudag 25. mars verða fermingar í kirkjunni kl. 11 og 13. Sunnudagaskólinnn fellur því niður nk. sunnudag og eins annan sunnudag sem er páskadagur. Þetta eru eiginlega einu sunnudagarnir (fyrir utan jól og áramót)  sem Fríkirkjnan þarf að hliðra til vegna ferminga og annars helgihalds. Annars verður okkar vinsæli ...

22. mars 2018|

Fjársöfnun vorið 2018

Fríkirkjan í Hafnarfirði leitar til safnaðarins með greiðsluseðla sem birtast munu í heimabanka. Um er að ræða frjáls framlög og það er vitanlega val hvers og eins að greiða þessar 2.100 kr. Fríkirkjan er alfarið rekin á sóknargjöldum og framlögum eins og þessum. Laun prestanna, tónlistarstjóra og rekstur á kirkjunni ...

20. mars 2018|

Jón Jónsson heillaði

Eða eins og Örn Arnarson tónslitarstjórinn okkar orðaði það: "Þessi dúddi brilleraði eina ferðina enn í litlu kirkjunni okkar í dag." Á lokasamveru fermingarbarna í gærkvöldi.  Kirkjan fylltist upp í rjáfur og um 50 manns til viðbótar sátu í safnaðarheimilinu og fylgdust með af skjá. Jón Jónsson sem skírður er ...

19. mars 2018|

18. mars – sunnudagskóli og lokasamvera

18. mars verður sunnudagaskólinn á sínum stað kl. 11.  Þær Erna og Ragga sjá um dagskrána og Fríkirkjubandið um tónlistina. Athugið að sunnudagaskólinn fellur síðan niður tvö næstu skipti, á pálmasunnudag verða fermingar og þar á eftir páskadagur.   Um kvöldið kl. 20 í kirkjunn er síðan  lokasamvera fermingarbarna og ...

14. mars 2018|

Basar Kvenfélagsins – góð sala

Kvenfélag Fríkirkjunnar gekk ljómandi vel eins og oftast áður.           Slegist var um terturnar og handagangur í öskjunni við kökuborðið. Kvenfélagið er stoð og stytta fyrir söfnuðinn og tekjur af sölu á basarnum renna til barnastarfs kirkjunnar og annara góðra verkefna sem styðja við blómlegt safnaðarstarfið.

12. mars 2018|

Til fermingarbarna og forelda: mátun kyrtla 13. mars og lokasamvera 18. mars.

Til fermingarbarna og foreldra.    Þriðjudaginn 13. mars fer fram mátun fermingarkyrtla í safnaðarheimilinu og biðjum við ykkur að mæta sem hér segir: Þau sem fermast:  Pálmasunnudag mæta  kl. 17:00  Skírdag mæta kl.17:20  laugardaginn 14. apríl  mæta kl.17:30  Sumardaginn fyrsta kl.10 mæta kl.17:45 Sumardaginn fyrsta kl.12 mæta kl.18:00 Sumardaginn fyrsta kl.14 ...

9. mars 2018|
Go to Top