Vandræði með tölvupóst á Fríkirkjuna
Frá því í gær fimmtudag hefur verið unnið að uppfærslu tölvukerfis í Fríkirkjunnar. Póstþjónar hafa legið að mestu niðri, en komast brátt í lag. Best er því að ná sambandi með gömlu leiðinni, 565-3430 !
8. október: Sunnudagaskóli kl. 11 og kvöldmessa kl. 20
Sunnudaginn 8. október. Kvöldmessa með altarisgöngu. Sr. Sigga þjónar og messar og kirkjukórinn syngur. Guðspjallið minnir á að það sem Jesús hafði að segja var alveg nýtt fyrir samferðamanninn. "Hann ögraði ríkjandi skilningi manna og því höfðu þeir gætur á honum" eins og segir í guðspjallinu. Hann braut m.a. þær ...
1. október: Kaffisala kvenfélagsins kl. 15, guðsþjónusta kl. 14 og sunnudagaskóli kl. 11
Mikil dagskrá í Fríkirkjunni verður sunnudaginn 1. október. Í guðsþjónustunni kl. 14 verður barn borið til skírnar. Krílakórarnir og barnakórinn munu syngja og síðan vitanlega kirkjukórinn. Sr. Einar mun leiða stundina. Eftir Guðsþjónustuna verður kaffisala kvenfélagsins. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir í messuna . Svo er það nú bara þannig að það ...
Barnakórar Fríkirkjunnar
Barnastarfið í Fríkirkjunni er kraftmikið Þriðja árið heldur Fríkirkjan úti barnakórum sem Erna Blöndal sér um ásamt Ragnheiði Þóru Kolbeins leikskólakennara og Erni tónlistarstjóra. Hjá þessu öfluga fólki er ekki síður um tónlistrarstarf og -uppeldi á ræða fremur en hefðbundna kóra. Kórarnir eru þrír: Krílakór yngri fyrir 2ja og 3ja ...
Kvöldvaka 24. september kl. 20 og sunnudagaskóli kl. 11
Á sunnudaginn verður kvöldvaka kl. 20. Við fáum góðan gest, David Anthony Noble, sem margir kannast við sem kaffibarþjón á Pallett í Hafnaðfirði. Í trúmálum tilheyrir David svokölluðum kvekurum og hann mun áreiðanlega segja frá þeim og ýmsu fleiru í hugvekju sinni. Áhersla á tónlist með Fríkirkjubandinu og Fríkirkjukórnum. Erna ...
Kaffisala kvenfélagsins verður í ár 1. október nk. kl. 15.
Vekjum athygli á kaffisölu Kvenfélags Fríkirkjunnar SUNNUDAGINN 1. OKTÓBER kl. 15. Verður kaffisala að lokinni messu í kirkjunni. Ath. messan hefst kl. 14.00. Athugið að þetta er viku fyrr en vanalaga og áður boðuð kvöldmessa færist aftur um eina viku.
Myndagjöf frá Almari og Önnu
Almar Grímsson sem var formaður safnaðarstjórnar á árum áður færði ásamt konu Önnu Guðbjörnsdóttur forláta mynd af Fríkirkjunni. Ensk vinkona þeirra málaði Austurgötuna í forgrunni og Fríkirkjuna í litum eins og leit út hér á árum áður. Stílfærð og skemmtileg mynd sem komið verður fyrir á vegg í Safnaðarheimilinu.
Frábær fermingarferð á Úlfljótsvatn
Frábær fermingarferð að Úlfljótsvatni um helgina! Hópnum var skipt í tvennt, sá fyrri frá föstudegi til laugardags og sá seinni fram á sunnudag. Fínir krakkar og mikill kraftur í útidagsskránni þó aðeins hafi rignt. Förum með tilhlökkun inn í veturinn eftir þessa góða viðkynningu! Þökkum innilega öllum þeim sjálfboðaliðum ...
Uppýsingar um ferðirnar á Úlfljótsvatn 15. til 17. september
Ferð á Úlfljótsvatn frá föstudegi til laugardags 15.-16.sept: Fermingarbörn úr Lækjarskóla og Setbergsskóla, Hraunvallaskóla og Öldutúnsskóla. Lagt verður af stað frá safnaðarheimilinu föstudaginn 15.sept. kl.15:30. Dvalið verður við leik og störf á Úlfljótsvatni eina nótt. Komið heim á laugardeginum áætlaðað um kl. 15:30 Ferð á Úlfljótsvatn frá laugardegi til ...
10. september. Sunnudagaskóli kl. 11 og Guðsþjónusta kl. 13
Sunnudagskólinn fór af stað með nánast fullri kirkju síðasta sunnudag og hann verður á sínum stað með söngvum, leiklist og lesnu efni kl. 11. Þennan sunnudaginn verður Guðsþjónusta í Fríkirkjunni kl. 13. Biblítexti dagsins. Kórinn og fríkirkjubandið.
