Fréttir

Home/Fréttir
Fréttir2021-10-10T17:43:25+00:00

Breytt helgihald um jól og áramót

Aðfangadagur jóla 24. desember  Jólaguðsþjónusta verður kl. 18 í beinu streymi frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Hlekkur á streymið verður aðgengilegur á heimasíðu kirkjunnar og facebook síðu kirkjunnar. Kirkjan okkar er lítil og við þessar aðstæður rúmar hún takmarkaðan fjölda, þar sem annar hver bekkur verður lokaður. Kirkjugestir eru velkomnir, en ...

22. desember 2021|

Aðventukvöldvaka 12. desember fellur niður

Kæru vinir, af óviðráðanlegum orsökum fellur fyrirhuguð aðventukvöldvaka sem átti að vera í kvöld, 12. desember, niður. Okkur þykir þetta leitt en þeir góðu gestir sem ætluðu að vera með okkur hafa gefið okkur vilyrði fyrir því að koma við fyrsta tækifæri. Við vonum að þið eigið ljúft aðventukvöld með ...

12. desember 2021|

Hraðpróf í safnaðarheimilinu á laugardag milli kl. 14:30 og 15:30

Um helgina 11. – 12. Desember verður fjölbreytt dagskrá hjá okkur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði, þar ber fyrst að nefna jólatónleika Fríkirkjukórsins á laugardag kl. 16. Á sunnudag kl. 11:00 verður jólaballið okkar á Thorsplani og á sunnudagskvöldið kl. 20:00 er aðventukvöldvaka. Fyrir alla þessa viðburði þurfa gestir að framvísa ...

10. desember 2021|

Jólaball sunnudagaskólans á Thorsplani kl. 11

Sunnudaginn 12. desember er loks komið að jólaballi sunnudagaskólans á Thorsplani, í miðju jólaþorpinu. Þar ætlum við að dansa í kringum jólatréð við undirleik Fríkirkjubandsins. Til að fylgja þeim reglum sem eru í gildi í sóttvörnum biðjum við alla foreldra að hafa eftirfarandi reglur í huga og undirbúa sig og ...

8. desember 2021|

Jólatónleikar Fríkirkjukórsins laugardaginn 11. desember kl. 16

Nú er komið að jólatónleikum Fríkirkjukórsins okkar góða. Tónleikarnir verða haldnir í kirkjunni laugardaginn 11. Desember kl. 16:00. Á tónleikadagskránni eru innlend og erlend jólalög ásamt hátíðlegum aðventusálmum. Einsöngur er í höndum Kirstínar Ernu Blöndal og Fríkirkjubandið spilar undir. Tónlistarstjóri er Örn Arnarson. Allir tónleikagestir þurfa að framvísa gildu hraðprófi sem má ...

6. desember 2021|

Aðventuheimsóknir

Það er fátt sem gleður starfsfólk Fríkirkjunnar í Hafnarfirði meira á aðventunni en að taka á móti börnum úr leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar. Það er um leið ákveðin boðberi jólanna að fá börnin í heimsókn til okkar í fallegu kirkjuna. Eftir að þau fá að heyra jólaguðspjallið og syngja með ...

2. desember 2021|

Vinningshafar í jólahappdrætti kvenfélagsins

Búið er að draga í jólahappdrætti Kvenfélags Fríkirkjunnar 2021 Vinningshafar geta nálgast vinningana í safnaðarheimilinu fimmtudaginn 2. desember kl. 17-19 og föstudaginn 3. desember kl. 14-16. Vinningshafarnir eru: Aðalbjörg Þorsteinsdóttir Alda Karen Svavarsdóttir Alexandrea Hödd Harðardóttir Almar Grímsson Anna Sigríður Magnúsdóttir Arna Margrét Geirsdóttir Auður Guðjónsdóttir Árni Rúnar Árnason Ásdís ...

2. desember 2021|

Rafrænt jólahappdrætti Kvenfélags Fríkirkjunnar í Hafnarfirði dregið 1. desember

Kvenfélag Fríkirkjunnar í Hafnarfirði heldur rafrænt jólahappdrætti 1. desember 2021.      Öll sem vilja geta verið með en hver miði kostar 1000 kr. Glæsilegir vinningar í boði. Ekki missa af þessum skemmtilega viðburði á facebooksíðu kvenfélagsins og styrkja í leiðinni dásamlegt starf Kvenfélags Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Hægt er að kaupa ...

29. nóvember 2021|

Aðventustund fyrir fermingarungmenni og foreldra STREYMI

Sunnudaginn 28. nóvember munum við bjóða aðventuna velkomna í beinu streymi kl. 13 á facebooksíðu kirkjunnar. Fallegir jólatónar í boði Fríkirkjubandsins og Einar og Margrét Lilja leiða stundina. Við gerum ráð fyrir að öll fermingarungmennin horfi á stundina, skrái nafnið sitt við streymið og svari spurningum í Kirkjulyklinum í kjölfarið eins og um hefðbundna ...

26. nóvember 2021|
Go to Top